17.10.2006 | 00:13
Rólegur dagur
Góða kvöldið, já það má svo sannarlega segja að þetta hafi verið róglegur og góður dagur. Nú hann byrjaði á því vitanlega að vakna og skella sér í sturtu, fá sér að borða og svoleiðis og síðan í skólann, fyrsti tíminn var hjúkrun verkleg og nú var farið í fótsnyrtingu og vitanlega fékk ég ásamt 2 öðrum að leika sjúklinga sem þurftum á fótabaði að halda og mikið skelfing var þetta notalegt svona í morgunsárið, fyrst voru fæturnir settir í volgt/heitt vatn uppi í rúmi, nú svo voru þeir þvegnir, þurrkaðir,raspaðir, borið á þá mýkjandi krem og að lokum neglur klipptar, þetta var svooooooooooooo skelfing notalegt í morgunsárið. Nú svo var ég í gati og þá notaði ég tímann við að skoða spurningar og svörin sem ég var búin að gera fyrir lyfjafræðiprófið og sauma svolítið út, svo var tími í lyfjafræði, ósköp rólegur og góður, hlustuðum á kennarann í smá tíma og gerðum enn eitt verkefnið og svo var ég búin í skólanum, fór þá í Bónus að versla og síðan heim, gekk frá vörunum, settist niður og saumaði út þar til ég þurfti að fara í vinnu. En viti menn, haldiði ekki að hann sonur minn hafi komið mér á óvart með því að biðja mig um að prjóna á sig peysu, hélt að hann væri nú vaxinn upp úr því að biðja mömmu sína að prjóna peysu, ég lofaði nú engu a.m.k. ekki fyrir jól, ég er nú enn að prjóna peysuna á hana Fjólu, þó hún sé reyndar langt komin, en honum langar í einlita grásprengda peysu, æ æ hann er svo stór, en hvað um það ætli maður geri þetta ekki fyrir hann svona í náinni framtíð. Nú svo fór ég í vinnu og var vaktin bara hin rólegasta, bara allir eitthvað slappir og þreyttir svo það voru allir komnir í bólið um 10 leytið held ég, þá var nú bara slakað á, gengið frá línvagni og taupokum, ruslinu og þurrkað af í setustofunni og horft á sjónvarpið. Jæja læt gott heita bæb.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.