14.10.2006 | 19:26
Dagurinn tekinn snemma
Já hann var sko tekinn snemma í dag eða kl. 5 hringdi klukkan mín en reyndar fór ég ekki að sofa fyrr en um 1 leytið í nótt þar sem ég var að vinna í gærkvöldi. En hvað um það kl. 5 fór ég á fætur, ýtti við Tinnu þar sem við vorum að fara bera út moggann, fórum af stað um 05:20 og búnar rétt fyrir 7 en þá var voða gott að koma heim, fá sér eitthvað kalt að drekka og beint í bólið aftur he he. Blaðburðurinn gekk vel reyndar var rigning og rok og þá var sko gott að eiga góðan galla en reyndar varð mér afskaplega heitt í honum þar sem hann e loðfóðraður. Nú svo lét ég kl. vekja mig kl. 10 en reyndar hringdi síminn minn kl. 08:30 og ég skil nú bara ekki hver vogar sér að hringja í mig á þeim tíma sólarhringsins. En sem sagt rúml. 10 fór ég á fætur þar sem ég var búin að lofa Tinnu að skutla henni á skautaæfingu í Laugardalinn og horfa á hana, reyndar komu Fjóla og vinkonur hennar með líka sem höfðu gist um nóttina og´svo eftir æfinguna fóru þær allar á skauta, voða gaman, á meðan fór ég heim og byrjaði að reyna útbúa mér spurningar í lyfjafræði til að geta spurt sjálfa mig út úr þessu efni, það er bara ekki að ganga að muna þetta dót neitt. Nú svo kl. 14:30 sótti ég dömurnar aftur, fór heim og bakaði vöflur fyrir þær sem var vel þegið enda þær orðnar svangar. Síðan hélt ég áfram með spurningarnar og er nú komin með alveg heljarins búnka með spurningum og það bara úr þrem teg. lyfja eða úr meltingar-, verkja- og öndunarfæralyfjum. Síðan fórum við mæðgur aðeins í Kringluna að kaupa afmælisgjöf handa skottunni á efri hæðinni og eftir það bárum við út sunnudagsmoggann en við vorum að klára það.. Núna eru Tinna og Fjóla að undirbúa sig fyrir afmælið og ég ætla sko bara að slaka á í dag, held að ég sé búin að gera það gott í dag. Gott í bili bæbæ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.