Dugleg og eyðsluskló

Já það má svo sem segja það að ég hafi verið dugleg í dag, þrátt fyrir það að það var enginn skóli í dag og heldur engin vinna, þá ákvað ég nú samt að taka daginn snemma, vaknaði um 07:30 og sá til þess að skvísurnar mínar færu á réttum tíma í skólann, eftir það byrjaði ég nú daginn rólega, fékk mér te og las blöðin síðan dreif ég mig í að ryksuga alla íbúðina, þurkaði af í stofunni og meira að segja moppaði yfir með blautri moppu eldhúsið og stofuna þannig að það er bara virkilega hreint og fínt hjá mér a.m.k. í augnablikinu síðan fór ég í Dýraland og keypti hundafóður og skrapp í leiðinni út á Geirsnes til að leyfa honum Lappa mínum að hreyfa sig svolítið.  Nú svo fór ég heim og fékk heimsókn, eftir það saumaði ég út voða gaman að sauma póstpokann og það er bara komin heilmikil mynd á hann verð ég nú bara að segja.  Síðan þegar skotturnar komu heim og voru búnar að læra ákváðum við að kíkja í nýju IKEA verslunina sem var verið að opna í dag, þar var bara heilmikið að sjá eins og við var að búast eftir það skuppum við í Kringluna og þá kem ég að eyðslunni en við þurftum endilega að fara í NEXT og þar sá Tinna mín gallabuxur sem voru á tilboði, bar ansi smartar buxur á hana svo ég lét freistast og keypti þær á hana og ekki nóg með það heldur keypti ég fullt af sokkum á þær líka, pakka með 7 pörum á Fjólu og annan með 5 pörum á Tinnu og þetta kostaði mig rúmar 4000 kr.  uss uss, það er eins og ég segi, ég á ekki að vera í fríi því þá fer ég á flakk og eyði og sóa ja svona er nú það, en nei nei ég er nú ekki alltaf svona slæm í eyðslunni, þetta vara bara eitthvað sem þeim vantaði og fyrst að buxurnar voru á svona Kringlukasttilboði þá varð maður að slá til.  En svo eftir að heim kom þá eldaði ég bara eitthvað fljótlegt og síðan fóru stelpurnar að passa og ég hef bara setið og saumað út.  Ákvað að slaka aðeins á með peysuna enda gekk vel með hana í gær, ekki þar fyrir utan að ég hefði eiginlega átt að nota daginn til að lesa undir lyfjafræðipróf, en það kemur dagur eftir þennan dag.  Annars hitti ég eina vinkonu mína í IKEA en hún er verslunarstjóri í Subway í Spönginni og ég spurði hvort að hana vantaði ekki starfsfólk og það var reyndin svo að nú er FJóla mín búin að sækja um vinnu þar svo að nú vona ég bara að hún fái vinnu, það væri frábært, henni langar að safni svolitlum peningum bæði til að geta keypt sér eitt og annað og svo er ég að benda henni á það að hún verði að eiga fyrir skjólagjöldum og fartölvu og þess háttar þegar hún fer í menntó.  Jæja læt gott heita í bili bæbæ.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband