11.10.2006 | 17:58
loksins vetrarfrí
Jæja núna ætla ég að leika mér aðeins með litur og letur hérna. Hef fundist letrið vera svo stórt undanfarið og ég þarf alltaf að skrifa svo mikið að ég ætla að reyna að minnka það aðeins. En hvað um það, það er svo sem ekkert merkilegt að frétta núna, reyndar er ég komin í 2 daga frí frá skólanum svokallað vetrarfrí sem er bara virkilega fínt. Annars fór ég í foreldraviðtal í skóla stelpnanna minna í gær og þær fengu svo frábæra umsagnir að það lá við að þær væru komnar með geislabauga eftir allt hrósið frá kennurum sínum. Ég var sérlega ánægð með hvað Fjólu minni gengur vel í stærfræðinni en sl. vor var hún farin að dala talsvert en er núna bara komin á fljúgandi skrið og vona ég bara að það verði áfram, a.m.k. hefur hún verið að fá um og yfir 8 í eink. sem mér finnst frábært hjá henni, það er svo mikilvægt að vera með góðar einkunnir í 10 bekk og góðan skilning á námsefninu svo að þeim gangi vel í samræmdu prófunum. Einnig gengur Tinnu minni mjög vel í öllum fögum og fékk hún bara heilmikið hrós frá öllum sínum kennurum, reyndar þurfti ég að hitta 5 kennara fyrir hennar hönd, þar sem hún er lesblind og er mikið í sérkennslu a.m.k. í stærðfræði og íslensku en hún er að bæta sig töluvert í þeim fögum, nú svo vitanlega hitti ég umsjónarkennarann hennar líka og hún var bara mjög ánægð með hann, báðar stelpurnar eru mjög duglegar og virkar í tímum og vinna vel, enda borgar það sig margfaldlega fyrir þær því þá er minna um heimanám sem er bara gott mál. Það sem helst er að plaga hana Tinnu mína er enskan og danskan, hún var í sérkennslu í ensku í fyrra en vegna þess hve nemendum hefur fækkað í skólanum milli ára þá var skorið á fjármagn til skólans og þá kemur það vitanlega niður á þeim sem síst mega við því eða í þessu tilfelli sérkennslunni, en það er ekki boðið upp á sérkennslu í ensku né dönsku í vetur a.m.k. ekki fyrir 7, 8 og 9 bekk, en 10 bekk á kost á þess sem mér finnst bara fáránlegt því hvaða gang gerir það fyrir þessi börn sem eru svona lesblind að koma ólæs og skrifandi í ensku og dönsku í 10 bekk. En ég ræddi við þann kennara sem er yfir sérkennslunni í skólanum og var hún mjög fegin að ég skyldi koma til hennar því hún var að reyna fá foreldra til að styðja það framtak að fá a.m.k. sérkennsluna í enskuna í gegn aftur, það virðist vera stefna kennaraháskóla Íslands að þau börn sem geta ekki fylgt eftir á venjulegum hraða í tíma að þá verða þau bara að eiga sig eða þannig, en þetta kemur sér mjög illa fyrir lesblind börn því að þau rífa sjálfan sig svo mikið niður og telja sig heims og vitlaus vegna þess að þau ná ekki og skilja ekki hvað er verið að kenna og þau mega alls ekki við því að sjálfsálit þeirra sé rústað svona algjörlega. Jæja en hvað um það ég vona bara að þetta náist inn, ég get sennilega reddað henni í sambandi við dönskuna, mamma mín er nefnilega dönsk og ég er búin að tala við hana um að koma kannski einu sinni í viku og aðstoða hana með það sem hún er ekki að skilja og ég vona bara innilega að það verði til að hjálpa henni þar til að skólinn tekur við því hvenær sem það nú verður, ekki útlit til að það verði í bráð. Jæja en þar sem að þær fengu svona frábærar umsagnir að þá var ég búin að lofa þeim að fara á laugaveginn í Lóuhreiður og sukka svolítið sem við gerðum í dag, þær fengu sér súkkulaðitertur og heitt kakó en ég og mamma, því vitanlega kom hún með það er svo gaman og kósý að hafa hana með, fengum okkur bökur og kaffi, mmmmmmmmmmmmm, þetta var virkilega gott, svo reyndar kíktum við aðeins í Kúnígúnd svona aðeins að láta okkur dreyma og ég náði mér í svona kort þar sem eru myndir af öllum jólaóróum sem hafa komið út bæði stórum og litlum. Nú svo er ég bara hérna heima að slappa af, stelpurnar að passa í næsta húsi í smá stund og eiga svo að passa aftur seinna í kvöld og ég ætla bara að nota kvöldið til að slaka á og horfa á TV, prjóna eða sauma út, ég er nefnilega byrjuð að sauma út svona jólapóstpoka sem verður geðveikt flottur en ég fékk þetta saumadót í jólagjöf frá móður minni sl. jól og svo á ég annað sem ég er ekki byrjuð á en fékk það frá Önnu Lísu minni en það er mynd með 3 kettlingum að horfa á fugla út um glugga, rosalega falleg og mig hlakkar til að byrja á henni, en reyndar er ég að prjóna peysu líka á Fjólu mína og þarf virkilega að fara að klára hana svo ég geti snúið mér að útsaumnum.
Já annars ég ætlaði alltaf að monta mig aðeins, ég fékk nú bara 8,2 úr hjúkrunarfræðiprófinu þarna um daginn þegar ég var veik og var ég bara virkilega ánægð með þann árangur miðað við heilsufar. Jæja þetta er gott í bili bæ bæ.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.