10.10.2006 | 00:19
Loksins, loksins
Já loksins er þessari vaktatörn minni lokið er nú komin í frí a.m.k. fram á föstudag vinn það kvöld og svo frí um helgina og næsta törn byrjar svo næsta mánudag, þ.e.a.s. ef ég verð ekki kölluð á aukavakt á frídögunum en það gæti svo sem gerst. Það er búið að vera mikið stuð í vinnunni sl. daga, en kannski aðeins rólegra í kvöld samt nóg að gera. Einnig hafði ég það afrek af í dag að drusla sjálfri mér í sund aftur, já það kom að því að ég kæmi mér í það aftur loksins, er búin að vera ferlega löt við að fara í sundið undanfarnar 2 vikur en vonandi kemur þetta aftur, það er svo skrítið maður er svo latur við að koma sér af stað en svo þegar maður er kominn ofan í laugina þá er þetta svo gott og notalegt að synda smá, reyndar synti ég ekki nema 300 m. í dag en samt bara alveg ágætt að mínu mati, tók þessu bara rólega, eftir sundið skutlaðist ég heim, tók úr þurrkaranum og setti í hann aftur, greip með mér skyr.is og brenndi svo aftur í skólann þar sem ég notaði gatið í sundið, búin að komast að því að það er langbest að nýta götin í þetta. Nú eftir skóla fór ég heim og reyndi að vinna við þetta powerpoint verkefni en ég er loksins komin með lykilorðið inn á stoðkennarann svo að það gekk aðeins í dag, reyndar er þetta bara að verða þokkalegt hjá mér held ég. Nú svo var bara farið í vinnu og sem sagt stutt síðan ég kom heim, ekkert merkilegt gerðist í vinnunni nema núna er ég búin að setja mig á vaktir alveg fram til 21 jan. og vona ég bara að ég hafi náð að setja mig nokkurnvegin rétt á þetta allt saman eða þannig. Nú á morgun er þá bara skóli og jú foreldraviðtöl í skóla stelpnanna, þau fyrstu á þessu hausti og er ég svolítið spennt að vita hvernig þeim gengur, mig reyndar grunar að þeim gangi bara alveg ljómandi vel, a.m.k. eftir því sem þær segja mér og hvað þær hafa verið að fá úr prófum, en það kemur allt í ljós á morgun, a.m.k. er ég búin að lofa þeim kaffihúsaferð ef þær fá góða umsögn en svo er Tinna reyndar að fara í fermingarfræðslu svo þetta verður svolítið strembið að púsla þessu saman, þar sem ég er búín í skóla 12:40 og á að mæta í viðtal hjá Fjólu kl. 12:45 en ekki fyrr en 13:40 hjá Tinnu og hún á að mæta í fermingarfræðslu kl. 15:15, þannig að ég ætla að reyna troða mér fyrr til Tinnu, en hún segir mér að sérkennslukennarinn hennar í stærðfræði vilji líka tala við mig svo ég byrja á Fjólu fer síðan til sérkennslukennarans og reyni svo að troða mér til umsjónarkennara Tinnu a.m.k. er þetta planið. Nú læt ég bara gott heita og kem mér í bólið bæb.
PS: Endilega þið sem eruð að skoða bloggsíðuna mína, kvittið í gestabókina ég er svo forvitin hver er að skoða þetta hjá mér og KOMA SVO KVITTA.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.