Erfiður dagur

Jæja þá er sunnudagur komin að kveldi og já hann var virkilega slítandi og erfiður alla vegana í vinnunni.  Þannig var nefnilega að það var einhver órói á allri deildinni í dag og það var stanslaust bjölluglamur og mér skildist á næturvaktinni að nóttin hefði verið svona líka eða eins og önnur sú sem var á vakt sl. nótt komst að orði "ja við stirðnuðum ekkert upp í nótt"  eða m.ö.o. endalausar bjöllur sl. nótt líka. ´Morgunvaktin var varla fyrr mætt og næturvaktin farin fyrr en þetta byrjaði.  Oftast er það nú þannig að við getum klárað rapport og fengið okkur smá kaffisopa með því svona á sunnudagsmorgnum þar sem morgunmatur er ekki fyrr en kl. 9 og síðan farið að spá að aðstoða vistmenn framúr og í matinn en nei það var ekkert svoleiðis í morgun, þetta var bara eins og ragetta hefði verið sett í rassinn á öllum í morgun því það byrjuðu strax bara fyrir 8 í morgun að hringja á bjöllum og vilja fara framúr, á klósettið, klæða sig og koma sér matinn, maður var varla fyrr búinn að svara einni bjöllu áður en sú næsta hringdi og svona gekk þetta í allan dag fram undir kaffi, ég get svo svarið það þegar vaktinni lauk þá var maður svo gjörsamlega búinn að það langaði engum að vera lengur þó að það ætti að reyna dobla mann til þess þar sem það vantaði á kvöldvaktina og er það svo sem ekki í fyrsta sinn að það sé undirmannað, reyndar var líka undirmannað á morgunvaktinni og þar af leiðandi var meira álag á okkur hindar sem vorum að vinna. Reyndar vorum við með frábæran hjúkrunarfræðinema sem gekk í öll störf með okkur, Þetta hefði varla gengið svona vel nema fyrir það hvað hún var líka dugleg.  Nú þegar heim var komið fór ég að vinna í verkefni fyrir utn. eigum að gera verkefni í Power Point núna og var ég eitthvað að reyna það þrátt fyrir það að ég er ekki komin með lykilorð inn á stoðkennarann og vona ég bara að ég fái það áður en ég á að skila þessu verkefni en það er 16 okt. , nema hvað að við gátum valið um nokkur verkefni og var eitt þeirra að tala um og kynna tónlistarmann og valdi ég það verkefni.  Held bara að mér hafi gengið ágætlega með það eða ég vona það a.m.k.  Fór síðan að elda og hafði ég boðið dóttur minni elstu í mat, þeirri einu sem er flutt að heiman og þáði hún það en fór fljótlega heim eftir matinn þar sem hún var eitthvað þreytt blessunin, samt gaman að sjá hana, amma hennar er reyndar eitthvað að kvarta undan því að hún hafi ekki séð hana svo lengi svo ég skilaði til stelpunnar að endilega að reyna að kíkja á ömmu sína og afa við fyrsta tækifæri, það er bara svo mikið að gera hjá henni að henni hefur ekki gefist tími til þess. Eftir matinn fór ég svo loksins að slappa af og horfa á DVD mynd sem ég keypti um daginn og var hún bara alveg ágæt, var með Pierce Brosnan í aðalhlutverki. Jæja læt gott heita í bili, ætla að skella mér einu sinni snemma í bólið eða þannig skóli og vinna á morgun bæbæ.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband