7.10.2006 | 19:54
Fiðrildaveiðar.
Jæja þá er laugardagur að kveldi kominn og mest lítið gerst í dag, enda var ég að vinna, nema hvað að þegar ég var að fylgja einni konu fram í matsal um kaffileytið verður mér litið í átt að glugganum og þar sá ég eitt fallegasta fiðrildi sem ég hef séð, það var ca. 2 - 2,5 cm. að stærð, allt svo þegar það var með útbreidda vængina, afskaplega litskrúðugt, með ekta haustlitum í, svona rauðbrúnt, ljós drapp, búkurinn var svartu og örlítið loðinn mér tókst að fanga það í lófa minn en um leið og ég opnaði hann þá flaug það strax aftur að glugganum og flögraði það alveg ótt og títt, svo að á endanum náði ég því í glas og sleppti því út, mig grunar að þetta hafi verið einhverskonar innflytjandi, a.m.k. hef ég ekki séð svon fallegt fiðrildi áður og svona stórt.
Nú eftir vinnu brenndi ég heim og fór að versla í Bónus, maður tekur nú bara orðið út fyrir að versla það er svo dýrt, dregur það sem lengst í von um að halda aðeins lengur í aurinn sinn en að lokum sverfur hungur að fjölskyldunni og þá neyðist maður til að fara að versla í matinn, a.m.k. eitthvað smávegis, reyndar var ég nú svo stórhuga í dag að ég keypti bayone skinku til að hafa í matinn annað kvöld, ja þvílíkt bruðl á manni.
Nú eftir þetta þá ákvað ég nú bara að skreppa í Garðheima, Fjóla mín er búin að vera biðja mig um að kíkja þangað til að skoða svona föndurvörur í sambandi við jólin og skoðuðum við fullt af svoleiðis, það sem hreyf okkur mest eru svona plastkúlur í allavegana stærðum sem maður setur saman en áður en maður setur þær saman að þá er hægt að setja fullt af svona jóla jóla dóti inn í þær t.d. litlar styttur af stelpum, strákum, böngsum, jólasveinum eða snjókörlum svo vitanlega svona jólasnjó með og eitthvað af trjám síðan eru þessar kúlur límdar saman, rauður eða einhverskonar litaður borði settur utan um samskeytin og svo skreytt með svona plastjólastörnu þar sem það samskeytin á borðanum eru, þetta er virkilega fallegt og hið mesta skraut. Nú eftir þetta fórum við bara heim, gengum frá vörunum og fórum síðan að bera út moggann en nú er kominn matur svo ég læt gott heita í bili, bæb.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.