7.10.2006 | 00:08
Föstudagur
Jæja eða þannig hann er nú eiginlega liðinn þegar ég sest við skrifin en hvað um það ég vaknaði í morgun alveg staðföst á því að skella mér í sund eftir að skvísurnar mínar væru farnar í skólann þar sem ég sjálf átti ekki að mæta fyrr en 11:40 og fannst mér nú orðið tímabært að taka á þessari leti minni, hef ekki farið í sund síðan í síðustu viku, nú en svo lagðist ég aðeins upp í aftur rétt fyrir 8 svona bara rétt á meðan skotturnar voru að koma sér út um dyrnar en það var segin saga, var svo gott að kúra að ég steinsofnaði aftur og vaknaði ekki fyrr en rétt fyrir 10 alveg miður mín og ætlaði aldeilis að drífa mig en þá þurfti að gera eitt og annað og áður en varði var bara kominn tími til að skella sér í skólann, ja svei svei, þvílík leti í manni, þetta gengur nú bara ekki. Svo þegar ég kom út og fann hvað það var æðislegt veður sól og blíða þá skammaðist ég mín enn meir fyrir að hafa ekki druslað mér af stað, svo ég ákvað eftir skóla í dag að kíkja bara á Laugaveginn í Kúnígúnd (sem ég ætlaði að gera sl. þriðjudag en gat ekki af heilsufarsástæðum) og skoða nýja jólaóróann, mikið skelfing er hann fallegur og reyndar allir óróarnir þarna bæði stórir og smáir, ég fæ bara glampa í augun við að skoða þá og langar í þá flest alla, en ég á einn merktan árið 2004 en langar í miklu fleiri t.d. 2006, 1991, 1995 svo dæmi séu tekin og fleiri, bæði litla og stóra og ég er harðákveðin í að kaupa þá svona í framtíðinni þegar ég verð rík he he.
. Nú eftir þessa skoðunarferð fór ég heim og gerði svona eitt stykki verkefni í hjúkrun og fór svo í vinnu. Vaktin var frekar róleg framan af kvöldin en svo fór bara allt að gerast og allt á fullt og bara nona stopp alla vaktina svo að ég var bara mikið fegin þegar næturvaktin kom og ég gat farið heim. En núna læt ég gott heita og bíð bara góða nótt, á víst að mæta á vakt í fyrramálið aftur.

Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.