Jei gaman saman he he

Já nú get ég bara verið virkilega stolt af mér, þannig er nefnilega að ég var að halda upp á afmælið hennar Fjólu núna í kvöld og ákvað að hafa matarboð fyrir fjölskylduna í staðinn fyrir kaffi og kökur, nema að það að elda er ekki mín sterkasta hlið, var ég búin að velta þessu fyrir mér fram og til baka hvað ég ætti að hafa, ákvað svo að hafa tvo kjúklingarétti, annan sem ég hef oft gert og er frekar vinsæll hérna og svo hinn sem ég fann inn á holta.is, hét bara kjúklingur með grænmeti og ostrusósu, svo fékk ég uppskrift af geðveikt góðu pastasalati frá einni vinkonu minni sem ég var líka með, steikti svo kjúklingaleggi fyrir yngri börnin, var með hrísgrjón, piknik og kokteilsósu og fleira tilheyrandi, í eftirrétt var ég svo með gott gums og ís, nema hvað að eldamennskan tókst þvílíkt vel og allir svo ánægðir og fannst maturinn svo góður að ég var bara virkilega montin með hvað allt tókst vel.  Annað er svo sem ekki mikið að frétta frá mér, nema hvað að ég er búin með eina viku á geðinu og hefur það gengið ágætlega, finnst samt eins og ég sé bara að þvælast þarna um, málið er að þarna inni er virkilega veikt fólk, andlega veikt og ég veit ekkert hvað ég á að gera, er mikið í upplýsingasöfnun, spái mikið í fólkið, sé að sjúkraliðarnir eru ótrúlega lunknir við allt og alla þarna og vitaskuld allt starfsfólk sem vinnur þarna er ótrúlega duglegt að meðhöndla þessa einstaklinga, en þar sem ég þekki ekki til réttu handtakanna þá gengur mér svolítið erfiðlega að átta mig á þessu, var samt voðalega ánægð með sjálfa mig á föstudaginn þegar mér tókst að ná einum ungum manni fram í morgunmat

Jæja læt gott heita bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Guðjónsdóttir

Til hamingju með dótturina Gaman að heyra að það gengur vel hjá þér í vinnuni á "geðinu" Það er eflaust þroskandi að vinna þar.      

Margrét Guðjónsdóttir, 4.2.2008 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband