4.10.2006 | 08:23
Heilsufarið
Jæja góðan daginn, jæja þá er maður loksins að skríða saman eftir þessa pest, a.m.k. svaf ég vel í nótt eftir að hafa tekið töflu við ógleði en þetta var nú meiri dagurinn í gær, eftir að skóla lauk sem ég rétt lifði af þá kom ég hérna heim og beint í rúmið og fór ekki framúr fyrr en undir kvöld, en þá skreið ég inn í sófa í stofunni og lá þar og horfði á TV fram eftir kvöldi og svo aftur beint í rúmið, heilsan var bara virkilega léleg í gær svo annað gerði ég ekki í gær, það verður eitthvað fróðlegt að sjá hvað maður fær úr þessu prófi sem ég var í í gær. En í dag er það skólinn sem byrjar reyndar ekki fyrr en kl. 09:15 hjá mér og hann er búinn 14:10 og svo vinna í kvöld. Ég verð nú bara að segja það að það var illa farið með góðan frídag í gær að eyða honum svona í veikindi
. Læt gott heita í bili
Stella


Athugasemdir
Reyndar fékk ég bara ágætt í út úr prófinu eða 8,2 og er ég bara ánægð með það.
Stella R. Helgadóttir, 8.10.2006 kl. 22:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.