22.1.2008 | 13:10
Mikið að gera
Jæja það er kominn tími til að láta aðeins í sér heyra, það er búið að vera mikið að gera hjá mér, ég byrjaði í vinnustaðanámi 7 janúar og er búin að vinna alla daga síðan, en í kvöld er síðasta vaktin hjá mér á deild A5 því miður, þetta er búið að vera skemmtilegur tími þarna og ætla ég að reyna ná á deildastjóra A5 á eftir og sjá hvort að ég geti ekki tekið starfsþjálfunina þarna hjá þeim, mig langar virkilega til að kynnast þessari deild betur. Það er margt sem er að gerast þarna og vaktirnar misjafnar eins og þær eru margar. Nú svo á mánudaginn á ég að byrja á deild 33C sem er geðdeild, skilst að hún sé bráðamóttaka fyrir anorexiur, alcoholsjúklinga og fleira svoleiðis en það kemur allt í ljós, ætla reyna að skreppa á morgun og vita hvort á nái á leiðbeinanda minn þar og setja niður vaktir, maður verður bara að vona að það gangi upp. Ég veit svo sem fyrirfram að ég og geðið eigum ekki samleið en það þýðir ekkert annað en að vera jákvæður og reyna að komast í gegnum þetta sem ég vitaskuld geri, fer nú ekki að flýja af hólmi kominn þetta langt. Nú svo á hún Fjóla mín afmæli á morgun, verður hún 17 ára skvísa, hún er byrjuð að læra á bíl, búin að taka 6 tíma held ég og gengur bara virkilega vel, hún fer í Ö1 fyrstu helgina í febrúar en 3 helgina fer hún og Tinna með pabba sínum og Sigrúnu í bústað, einnig fara eitthvað af barnabörnum hennar með, þetta verður ábyggilega góð ferð, hann hefur verið svolítið meira með þeim núna eftir að hann veiktist sem er bara gott mál, þær njóta hverrar stundar með honum sem þær geta. Ég vildi óska að ég gæti tekið með sumarbústað á leigu einhverstaðar en held að ég geti það bara ekki, sýnist eins og það séu bara ekki bústaðir á lausu a.m.k. ekki hjá þeim sem ég gæti leyft mér að taka, en hver veit kannski einhvern tímann. Annars er mig virkilega farið að hlakka til að klára námið, núna er ég farin að sjá fram á það að ég klári þetta í vor, er þetta stór áfangi fyrir mig að hafa getað þetta og er ég bara svolítið montinn með mig he he.
Athugasemdir
Kæra Stella. Já ég er viss um að þú spjarar þig mjög vel í starfsþjálfun líka í starfsþjálfun á "geðinu" þau eru allavega heppinn að fá þig. En hugsa sér þú ert að verða búin með námið, ég er stolt af þér stelpa...Þú mátt alveg vera mjög montinn. Úje.. Héðan er bara allt gott að frétta, fyrir utan ömurlega flensu og slappleika sem hefur hrjáð mig undanfarið, en ég er öll að koma til.. Gangi þér vel kæra Stella bestu kveðjur
Margrét.
Margrét Guðjónsdóttir, 26.1.2008 kl. 23:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.