Gleðilegt ár

Já gleðilegt ár allir saman sem vilja lesa þetta hjá mér.  Nú er nýtt ár hafið og ýmis fyrirheit felast í því he he, a.m.k. er ég búin að lofa að gera ýmislegt á þessu ári svo verður bara að koma í ljós hvað af því stend ég við.  En hvað um það ég er búin að vera í fríi núna í nokkra daga og verið að undirbúa mig að hefa vinnustaðanám sem hefst á morgun, fór strax 2 jan. og ræddi við leiðbeinanda minn og við settum niður vaktir alveg næstu tvær vikurnar, byrja ég á kvöldvakt sem er fínt, kannski rólegra að byrja á kvöldvakt til að kynnast deildinni aðeins, vona ég innilega að Erla mæti bara líka og að við verðum samferða í gegnum þetta, þannig að núna framundan hjá mér er bara vinna og vinna og meiri vinna, a.m.k. næstu tvær vikurnar, kannski aðeins minna síðustu vikuna, fer eftir hvernig önnur helgi héðan í frá fer.  Nú ég þarf líka að koma mér að því að hafa samband við kvensjúkdómalækni, það er eitt af því sem ég hef lofað sjálfri mér að gera he he, þannig að það er fyrsta skrefið.  Núna ætla ég að skella mér í sund og slaka aðeins á í kuldanum, svo er þrettándakaffi hjá ÞR og svo kannski fer maður eitthvað að labba seinna í dag, allt liður í nýju ári og nýjum áheitum hehe.  Jæja best að hætta þessu rugli og koma sér í leppana svo hægt sé að komast úr húsi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband