2.10.2006 | 09:59
Leiðinlegt
Jæja góðan daginn, nú sit ég hér í tölvunni í skólanum og læt mér leiðast og bíð eftir að næsti tími hefjist en hann er ekki fyrr en kl. 10:35. Ég ákvað nefnilega að fara ekki heim milli tíma núna, spara svolítið bensínið og ætlaði að nota tímann og vinna næsta verkefni í utn. en þá er það bara ekkert komið í tölvuna svo ég gat það ekki.
Annars er lítið að frétta héðan, ég fór í Perluna í gær og gat skipt disknum og sú sem að afgreiddi mig sagði að það hefðu nokkrir sloppið svona í gegn, enda var ekkert mál að skipta þær könnuðust við þessi mistök. Nú svo var ég með pitsaveislu í gæ og öll mín börn voru í mat og nokkur til viðbótar he he. Anna Lísa koma um t ö leytið til mín og við skruppum í Smáralindina og kíktum á ostakynninguna og í búðir og svo fórum við og sóttum Tinnu en hún kom heim rúmal 4 úr æfingabúðunum og var virkilega gaman sagði hún en mikið spilað og svo í morgun grét hún úr þreytu þá var þreytan að koma yfir hana eftir helgina, verð bara að muna það að næst þegar hún fer í æfingarbúðir að láta hana fara að sofa fyrr um kvöldið, það gengur ekki ef hún getur ekki mætt í skólann eftir svona ævintýri, hún kvartaði reyndar mest um verki vörunum en hún spila á saxófón og eftir því sem hún segir mér var spilað meira og minna frá kl. 9 á morgnana og til 17 á daginn með stuttum og litlum hléum. Nú annars vart dagurinn í gær bara fínn, saumaði út framan af deginum og skrapp svo út eftir hádegi gæti ekki verið betri svo um kvöldið var pitsa og horft á DVD en annars er DVD spilarinn minn alveg að syngja sitt síðasta svo að ég þarf að huga að því að fá mér nýjan eða a.m.k. setja hann á óskalistann fyrir jólin he he. Læt gott heita í bili
bæ bæ
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.