27.12.2007 | 01:07
Nýjar myndir
Jæja ég var að setja inn nýjar myndir frá jólunum, má þar m.a. nefna sjaldgæfa sjón á mínu heimili en það er þegar allar kisurnar mínar sitja við sama diskinn og borða rækjur, en það var jólamaturinn þeirra, Perla kvæsti ekkert á yngri kisurnar við það hátíðarborðhald . Annar náði Kiddi líka öllum prófunum sínum, hvað annað, hann var með eina 7 og svo eitthvað af 9 og 10 í hinum fögunum svo hann stóð sig með glæsibrag. Annars hafa jólin verið róleg og fín hjá mér, reyndar búin að borða allt of mikið nema hvað eru jólin ekki til þess, fór svo að vinna þann 25 des og verð að vinna fram á 2 jan. tek reyndar tvöfalda vakt á nýársdag eða allt svo kvöldvakt næturvakt, enda með stæl, svo verð ég eitthvað lítið á Hrafnistu eftir áramót fram á vorið, verð í vinnustaðanámi frá 7 jan. í 6 vikur, vinn þá reyndar á Hrafnistu aðra hvora helgi, aðallega til að fá smá útborgað en eftir þessar 6 vikur þarf ég að taka launalaust frí í 11 vikur en þá verð ég komin í starfsþjálfun, vonandi, fram að útskrift í maí og eftir það ætti ég að fara nálgast útskriftina eða þannig. Jæja læt gott heita í bili, ætla að skella mér í bólið, var annars að horfa á afskaplega hugljúfa mynd á stöð 2, tók hana meira segja upp, hún hét hollidays, var svona ekta konumynd he he.
Set hérna inn eina mynd af Kiöru, Perlu og Púka að snæða jólamatinn, eru þær ekki æðislegar allar saman .
Athugasemdir
Já allir vinir á Jólunum, tralallalala, þarna er sannkallaður jólafriður góða nótt kæra og sjáumst hressar og kátar á kvöldvaktini á morgun, já eða í kvöld
Margrét Guðjónsdóttir, 27.12.2007 kl. 02:29
Kæra Stella, ég óska þér og þínum og öllum dýrunum Gleðilegs árs...
Margrét Guðjónsdóttir, 31.12.2007 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.