Nýr mánuður

Jæja góðan daginn, þá er nú nýr mánuður að hefja göngu sína, mikið skelfing leið sl. mánuður hratt, mér fannst rétt að vera byrja og þá er hann búinn. Brosandi Nú það hefur svo sem mest lítið gerst hjá mér síðan síðast nema hvað ég skrapp á ostakynningu í gær Glottandiog var mikið af góðum ostum að smakka þar gæti meira en verið að ég skryppi aftur í dag þar sem ég var búin að tala um það við hana Önnu Lísu mína að við skryppum í dag en hún komst ekki í gær þar sem hún er búin að vera á næturvöktum undanfarið og þá verður lítið úr deginum hjá henni. Hlæjandi Nú svo jú reyndar hafði ég það afrek af í gær að þrífa hjá mér og þá finnst mér alltaf voða gott að vera heima hjá mér og reyndi ég það líka í gær og sat og saumaði út (loksins að ég hafði tíma í þaðÓákveðinn).  Nú í dag verð ég víst að skreppa í perluna og ath,.. hvort að geisladiskamarkaðurinn sé þar enn þar sem ég keypti DVD mynd þar um síðustu helgi sem ég hef ekki haft tíma til að horfa á en í gær ætlaði sonur minn að horfa á hana, þetta var einhver spennumynd með Piers Brosnan í aðalhlutverki en viti menn þegar strákurinn opnar myndina og þá meina ég tekur utan af henni umbúðirnar og opnar hulstrið þá var þar DVD diskur með Ronju Ræningjadóttur í Skömmustulegur ekki alveg myndin sem átti að vera í þessu hlulstri svo að nú þarf ég að reyna að fá þessu skipt og vona bara að þessu markaður sé þarna enn þáKoss.  Svo lenti ég reyndar í því í gærkvöldi eftir mat að ég fékk þennan líka skelfilega höfuðverkGráta og ætlaði varla að geta keyrt heim en mamma hafði boðið mér og Fjólu í mat (reyndar Kidda líka en hann vildi ekki), svo þegar ég loksins komst heim þá var bara farið beint í bólið, öll ljós slökkt og og breitt yfir höfuð því þá var höfuðverkurinn orðinn það slæmur að ég þoldi ekki ljósiðGráðugur en er bara góð núna sem betur ferKoss.  Það er sko ekkert grín að fá svona höfuðverk.  Nú svo kemur hún Tinna mín heima í dag aftur úr æfingabúðum skólahljómsveitarinnar og það verður gaman að heyra hvernig hafi gengið hjá henni.  Þetta er í fyrsta sinn sem hún fer í svona æfingabúðir en hún er nýkomin upp í B sveit en er búin að vera 2 ár í A sveit en sú sveit fer ekki í svona æfingabúiðir bara B og C sveitir.  Ég þarf bara að komast að því hvenær hún kemur heim er með það á blaði einhverstaðar he he.  En nú læt ég gott heita.

Kveðja.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband