Leti

Já ég leyfði mér bara að vera löt í morgun, þannig að eftir að stelpunar voru farnar í skólann þá skreið ég bara aftur í rúmið og steinsofnaði og svaf til 10:30, mikið skelfing var það gott að kúra svona áfram, síðan skellti ég mér í skólann en ég er bara í einum tíma á föstudögum, skelfing freistandi að sleppa honum en ég er staðföst og mæti he he Saklaus.

Nú á leiðinni heim kom ég við í garnabúð, vantaði garn í peysuna sem ég er að prjóna og viti menn komið nýtt prjónablað sem ég mátti vitanlega til með að skoða og mikið rosalega var mikið af fallegum peysum í blaðinu.  Einnig kom ég við í bókabúð þar sem mig vantaði svona penna með mörgum litum til að nota í hjúkrunaráfanganum, alltaf eitthvað sem vantar Óákveðinn.  Síðan fór ég heim fékk mér að snæða og við Fjóla fórum svo aðeins út, kíktum í rúmfatalagerinn aðallega tékka á því hvort að þeir væru enn að auglýsa eftir starfsfólki en hún Fjóla er búin að senda inn tvær umsóknir og reyndar skilaði þeirri þriðju núna áðan og alltaf eru þeir að auglýsa eftir fólki en geta svo ekki drullast til að svara henni, mér finnst þetta óþolandi framkoma hjá fólki.   En hvað um það svo ákváðum við að kíkja á kaffihús sem er þarna í Smáratorgi og hittum þá foreldra mína sem voru eitthvað að skoða í rúmfatalagernum og enduðu með að fá þau líka á kaffihús.  En nú læt ég gott heita er að fara á aukavakt í vinnunni svo bara bæb.

Stella


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband