19.12.2007 | 15:47
Frábær árangur
Já það má segja það að það sé frábær árangur hjá þessari fjölskyldu hvað prófin varðar
, nú erum við öll búin að fá niðurstöður prófa og náðu allir öllu, allt svo við sem erum í menntaskóla, Tinna er ekki búin að fá niðurstöðurnar hjá sér. Fjóla var með eina 6, eina 9 og þrjár 8,
Anna Lísa var með eina 7, eina 9 og fjórar 8
og ég var með 8 og 9
, sem reyndar gæti breyst í 9 og 9, þar sem ég skoðaði prófin mín og í hjúkrun 503 var ég með útkomuna 7,8 en svo fór ég að skoða þetta og leggja tölurnar saman meira að segja tvisvar og ég fékk út 9,1
, einnig sýndi ég Ingu þetta en hún kenndi mér hjú 403, (Hildur sem kenndi mér 503 er nefnilega ekki á landinu) og hún fékk líka 9,1
svo það þarf eitthvað að athuga þetta, en það skiptir svo sem ekki öllu, aðalmálið er að ég náði svo nú getur maður horft með björtum augum til framtíðarinnar, a.m.k. sér maður fram á það að ná því að klára skólann í vor
. Kiddi sótti líka einkunnirnar sínar í dag, er reyndar ekki búin að heyra hans en á ekki von á öðru en að hann hafi náð þessu eina prófi sínu sem hann tók, allt annað var hann búinn að ná svo eins og ég segi FRÁBÆR ÁRANGUR
. Núna getum við farið að slaka á og hlakka til jóla, ég hafði það af að taka til og þrífa að mestu hjá mér í gær, setti upp jólatréð, reyndar í samkeppni við Kiöru í sambandi við ljósaseríuna,
hún vildi endilega vera reyna stela henni og smakka hana þegar ég var að reyna setja hana á tréð, einnig hefur hún skroppið nokkrum sinnum upp í tréð í morgun og hent niður nokkrum jólakúlum
en þetta er bara eins og það á að vera, verða skemmtileg jól með allar kisurnar hérna sem hamast í jólatrénu, halda að þetta sé eitthvað spes dót fyrir þær
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.