29.9.2006 | 00:47
Þreytt
Já nú er ég sko þreytt, var að koma heim af kvöldvakt, var kölluð út eða hringt var í mig um hádegisbilið í dag og ég beðin að koma á aukavakt og ég gat nú ekki neitað því þar sem ég var búin að skrifa það á vaktaplanið að ég gæti tekið auka kvöldvakt ef vantaði og vitanlega þurfti einhver að vera veikur eða eitthvað en hvað um það ég er komin þreytt heim og er að fara skella mér í bólið, reyndar þurfti ég koma við í búð á leiðinni heima af vaktinn þar sem hún Tinna mín er að fara í ferð með skólanum um 8 í fyrramálið og þarf að hafa með sér hollt og gott nesti svo ég þurfti vitanlega að redda því fyrir hana, svo auðvitað að fara í hraðbanka til að taka út fyrir ferðinni, hún kostar vitnalega, ekkert fæst gefins í dag .
En annars fékk ég fínar fréttir í dag, tölvukennarinn minn kallaði mig á sinn fund og bauð mér að fá kaupt forrit sem ég get haft í tölvunni minni næstu 5 mán. og þá þarf ég ekki að mæta í tímana í skólanum, bara gera verkefnin sem birtast á heimasíðu tölvunámsins (WebCT) og skila þeim til hennar á tölvunni annað hvort á WebCT eða í vefpósti og þá er ég í góðum málum, mikið lifandi skelfing er ég ánægð með þetta, því þessir tímar eru hálfgerðir klepptíma, mikið af krökkum eða unglingum í þessum tíma sem hafa engan áhuga á því sem fram fer í tímanum, gjamma hvert upp í annað svo ekki heyrist mannsins mál og vitanlega enginn vinnufriður, þannig að ég þáði þetta með þökkum og get þá bara setið við töluna heima og gert þetta, nú ef ég lendi í vandræðum þá get ég annað hvort mætt í tíma og rætt við kennarann eða sent henni tölvupóst ekki málið .
Nú annað var það svo sem ekkert merkilegt sem gerðist í dag, nema hvað að við erum enn að strippa í hjúkrun verklegri eða þannig, nú var það reyndar aðrar sem fengu að leika sjúklinga og láta baða sig og við hinar að æfa okkur og þetta fer nú allt að koma, a.m.k. gekk þetta þokkalega, reyndar smá klúður með hve mörg þvottastykki ég þurfti á að halda, og hve mörg handklæði og hversu stór og svoleiðis en allt tókst þetta að lokum og það án þess að skaða þá sem lék sjúklinginn en ég kemst reyndar betur að því á morgun hvort það sé allt í lagi með hana og hvor að hún haldi hárinu og svoleiðis he he , en nú er ég farin að sofa svo ég segi gott í bili.
Kveðja Stella
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.