28.9.2006 | 10:01
Meira um sundferðir
Góðan daginn eða þannig
Jæja þá er enn einn nýra dagur að hefja göngu sína, reyndar fór ég á fætur um 7 eins og vanalega og kom stúlkunum mínum í skólann en svo ákvað ég að skella mér í sund sem ég hef verið að gera daglega undanfarið og þar sem að ég þarf ekki að mæta fyrr en 10:35 í skólann í dag ákvað ég bara að fara snemma og synda. Nú ég ætlaði að fara í Salalaugina í Kópavogi, hafði ekki farið þangað svolítið lengi nema þegar ég mætti þangað þá var nú staðan þannig að pottarnir og barnalaugin + rennibrautin voru opin og innilaugin en aðallaugin var bara tóm og ekki í notkun . Mér fannst þetta nú heldur súrt þar sem ég fer í sund til að SYNDA og ekki gat ég synt í heitu pottunum né í barnalauginni svo á endanum ákvað ég að fara í Kópavogslaugina sem ég hef nú bara ekki farið í síðan ég veit ekki hvenær, enda finnst mér hún ekkert spes sú laug, svo að lokum gat ég synt mína 500 m. eins og ég er vön
Kv. Stella
Athugasemdir
ert thu ad verda algjor sundgarpur
Villi og Heidi (IP-tala skráð) 28.9.2006 kl. 15:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.