Prófin búin

Jæja þá er ég búin í prófunum, nú er bara að bíða og vona að maður nái þessum tveim síðustu bóklegu fögum, ef það verður þá er bara vinnustaðanámið og starfsþjálfunin eftir, það verður fínt að vera laus við að sitja í tímum.  Fjólu hefur gengið vel í öllum sínum, er búin að fá einkunnir úr öllum nema úr stærðfræðinni, hefur verið með 8 og 9 í prófunum, bíð spennt eftir að vita hvað hún fær í stærðfræðinni, vona innilega að hún nái henni líka, hún er því miður ekki mjög sterk í stærðfræðiinni.  Nú svo er það bara vinna, vinna og meiri vinna framundan, fer að vinna í kvöld og alveg fram á mánudag, þannig að það er nóg að gera, svo á ég von á manni á eftir sem ætlar eitthvað að skoða snúrudótið í sambandi við TV, lykilinn og allt það dót, kannski get ég látið hann tengja sjónvarpið fyrir stelpurnar líka, hver veit. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband