12.12.2007 | 09:31
Smá fréttir
Jæja hér koma smá fréttir frá okkur, varla maður þori að skrifa á þetta blogg þar sem mbl. virðist geta tekið sér það bessaleyfi að birta skrifin manns, ekki nóg með það heldur allar helstu persónuupplýsingar um mann, ég er ekki alveg nógu sátt við það, hefði haldið að það þyrfti leyfi fyrir slíku, en hvað með það, maður verður bara að gæta að því sem maður skrifar.
Annars er það helsta að frétta að Perla er orðin sjálfri sér lík reyndar rólegri ef það er hægt, a.m.k. er hún ekki eins hvefsin við yngri kisurnar eins og hún var, kannski var henni farið að leiðast eigin félagsskapur þessa 10 daga sem hún var í einangrun þar til saumarnir voru teknir, en hún er sem sagt eldhress og spræk ökkur öllum til mikillar ánægju.
Annað er það helsta að ég er á kafi í prófalestri núna þessa dagana, búin í prófi í hju503 og er að fara í próf í 403 á morgun, verður gott að vera búin í þessu. Nú Fjóla mín var að klára síðasta prófið sitt í gær, hún er búin að sjá niðurstöður úr nokkrum prófum eins og íslenskunni, enskunni og dönskunni, einnig lífsleikni og íþróttum og er hún búin að ná þeim öllum, vantar bara niðurstöðurnar úr stærðfræðinni og náttúrufræðinni, vonandi nær hún þeim bara llíka. Kiddi minn þurfti bara að fara í eitt próf í íslensku sem hann var í í gær en annars er hann búinn að ná öllum áföngum á þessari önn. Svo er það hún Tinna skotta sem er einnig á fullu í prófum, er hennar fyrsti prófdagur í dag en hún er búin að taka nokkur sem voru bara á skólatíma eins og t.d. dönskuna. Jæja læt gott heita í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.