26.9.2006 | 16:16
Meira af mér
Jæja enn er ég komin inn til að skrifa, þetta er bara voðalega gaman þegar maður kemst aðeins af stað með þetta, búin að setja inn eitthvað af myndum og fleira voðalega gaman.
Nú er ég búin í skólanum í dag, var í prófi í utn, held að mér hafi gengið ágætlega þrátt fyrir smá klúður en tókst þó að laga það fyrir rest og klára prófið á réttum tíma.
Fjóla mín var að tilkynna mér að það væri komin upp lús í skólanum hennar, í 9 bekk, en hún er í 10 og Tinna í 8, samt sem áður maður verður víst að hafa varan í þessum óþverra, því þetta er alveg hrikalegt ef þær fá þetta báðar með mikið og sítt hár
En nú verð ég víst að hætta Fjóla er að reka á eftir mér að koma í labbitúr niður í mjódd að kaupa hundamat, bæ bæ
Stella
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.