Fjör í sundi

Góðan daginn,

Jæja dagurinn í dag byrjaði vel, enda svaf ég afskaplega vel í nótt, loksins, tók líka tvær verkjatöflur fyrir svefninn og svaf svo með íspoka undir vinsta herðablaði vegna verksins sem ég er búin að vera með, en það gerði ég nú bara samkvæmt ráði hnykkjarans míns, en hvað um það vaknaði hress og verkjalaus að mestu og skellti í mig kaffi og tvær ristaðar brauðsneiðar og fór síðan í skólann en kræstur hvað það er heitt og mollulegt í þessum blessuðum stofum, eftir ca. 20 mín. var maður bara orðinn hálfmeðvitundarlaus og ekki tók betur við í næsta tíma, sami hitinn þar líka.  Nú eftir þessa tvo tíma dreif ég mig í sund og synti þar eins hratt og ég gat í ca. 20 mín., og var það bara virkilega hressandi, bjargaði alveg deginum hjá mér.  Síðan var ég nú bara eitthvað að útrétta í Smáralindinni og hér heima, mikill munur þessi heimabanki, hvað allt er auðvaldara við að borga og fleira.  Læt gott heita í bili.

Stella


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband