25.11.2007 | 13:15
Jólabaksturinn
Jæja þá er ég byrjuð á jólabakstrinum, reyndar að verða búin að baka, búin að nota helgina vel. Á föstudeginum hnoðaði ég í 3 tegundir sem Tinna og Fjóla bökuðu úr, en svo í dag er ég að gera tvær tegundir sem eru hrærðar í hrærivél og settar á plötu með teskeið, önnur tegundin er svona maregnskókostoppar með súkkulaði og salthnetum í, algjört sælgæti, en hin er gömul uppskrift frá mömmu heitir einfaldlega vélhrærðar smákökur, en það er súkkulaði í þeim líka og kúrenur, þessar smákökur eru líka rosalega góða. Ég er voða ánægð með sjálfa mig og stelpurnar mínar að ná að klára jólabaksturinn þessa helgina, einhvern vegin finnst mér ég aldrei geta hlakkað almennilega til jóla fyrr en baksturinn er búinn. Einnig er ég búin að setja upp jólaóróana mína í stofuna en svo verður skreytt seinna, annað hvort næstu helgi eða í vikunni á eftir, a.m.k. reyni ég alltaf að skreyta fyrstu vikuna í desember. Við mæðgurnar erum allar að vinna næstu helgi þannig að líklega verður skreytt bara í vikunni. Svo fer maður fljótlega að setjast niður og skrifa jólakortin, líklegast kaupum við bara kortin í ár en undanfarin ár hafa stelpurnar og ég búið til kortin en ekki gefist tími í það núna.
Annað er það að frétta að Perla okkar er öll að koma til, hún er farin að borða og drekka alveg og er ég mjög fegin því. Hún er og verður á sýklalyfjum í einhverja daga. Reyndar er hún afskaplega óhress með að komast ekki út, vakti mig í morgun með óánægjumjálmi yfir því að hún gat ekki opnað gluggann til að komast út, var ekkert samt í því að gefa þetta eftir en því miður má hún ekki fara út næstu daga, a.m.k. ekki fyrr en búið er að fjarlægja saumana hjá henni en það verður gert minnir mig 3 des.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.