23.11.2007 | 20:32
Gleymska
Ég gleymdi alveg að nefna það að ég náði vitaskuld að skila ritgerðinni af mér á réttum tíma og er meira að segja búin að fá hana til baka aftur, fékk ég 8,5 fyrir hana sem ég er bara mjög sátt við
, bjóst alveg við að fá eitthvað lélegt fyrir hana, því ég og ritgerðir eigum enga samleið, aðrir voru ekki eins sáttir við sínar einkunnir held ég og skil það vel t.d. sú sem situr við hliðin á mér fékk 7,5 en hennar ritgerð var reyndar miklu betur gerð en mín þannig að ég er ekki alveg að fatta þetta. Kennarinn sagði í umsögninni um mína ritgerð að þetta hefði verið mjög góð ritgerð, frásögn Maju góð og snert viðkvæma strengi, ég væri með góðar heimildir sem ég hefði nýtt mér vel.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.