Perla komin heim frá dýra.

Já jæja ég gat sótt hana Perlu okkar til dýralæknisins aftur í gær, rúmlega tvö fór ég og sótti hana, hafði þá hringt á undan mér til að ath. líðan hennar og var hún þá rétt að vakna, sagði dýralæknirinn mér að þetta hefði vera meira en þeir bjuggust við.  Legið í henni hefði verið orðið svo stórt að þeir héldu að þeir væru að fjarlægja eitthvað allt annað en það.  Nú þegar ég mætti á dýralæknastofuna til að ná í hana var hún eiginlega sofandi enn í töskubúrinu, var búið að breiða yfir hana handklæði og mér sagt að reyna halda hita á henni þennan dag sem ég gerði.  Nú svo var ég spurð að því hvort ég vildi sjá herlegheitin sem fjarlægð hefðu verið og langaði mig til þess, dýralæknirinn sagði við mig að venjulegt leg í ketti væri um fingurbreidd að þykkt, eða ca. 1/2 cm., síðan sýndi hún mér það sem hafði verið fjarlægt úr Perlu og fannst mér það líta út eins og meðal stórt hrossabjúga, svo stórt og mikið var það, þetta var ca. 5-6 ca, á þykkt og frekar langt líka, svo var þarna heljarinnar graftarpollur með, þetta var allt í plastpoka, nema hvað að dýralæknirinn sagði að graftarpollurinn hefði sprungið í höndunum á þeim þegar þeir voru að taka þetta úr Perlu, eitthvað hefði lekið inn í kviðinn á henni en þeim hefði tekist að skola allt mjög vel en hún var sett á sýklalyf, sterk, næstu 8 dagana, hún er með ansi langan skurð á kvið eða allt að 10 cam langan, síðan þarf hún að fara í saumatöku í byrjun des. og má vitaskuld ekki fara út fyrr en eftir saumatökuna.  Reyndar léttist hún töluvert við að láta fjarlægja þetta allt innan úr sér og er bara orðin þvengmjó, skinnið hangir á henni núna.  Hún var frekar slöpp í gær en er eitthvað að hressast, gengur reyndar ekkert allt of vel að borða þar sem hún er með skerm á sér, eitthvað borðaði hún nú samt í gær en kastaði því upp aftur, sennilega afleiðing svæfingarinnar.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband