22.11.2007 | 12:08
Komin heim frá Dublin og Perla fór til dýra.
Já nú er maður kominn heim aftur frá Dublin, búin að safna smá orku aftur eftir ferðina, svona verslunarferð er sko full time job eða þannig, gengið um í 12-14 tíma á dag í búðum, a.m.k. á daginn og á kvöldin kíkti maður á lífið í aðal hverfinu, fékk sér gott að borða og fleira í þeim dúr. Nú við mæðgur versluðum heilmikið, samt eiginlega ekkert á okkur sjálfar, nema vitaskuld verslaði ég mikið af nærbuxum, brjóstarhöldurum og sokkum á mig og svo fékk ég mér loksins mokkajakka/kápu, rosalega flotta og hlýja. Annars byrjaði ferðin ekkert allt of vel, við mættum í flugstöðina á réttum tíma eða 2 tímum fyrir brottför en gátum samt ekki fengið sæti hlið við hlið og vorum við frekar vonsviknar yfir því, ég fékk sæti í röð 30 en Anna Lísa í röð 25, voða gaman að ferðast svona saman. Nú eftir þessi vonbrigði fórum við samt að versla í fríhöfninni, reyndar verlsaði ég snyrtivörur fyrir Tinnu og Fjólu fyrir rúmar 12000 kr. og fyrir svipaða upphæð var ég að versla óróa frá Georg Jensen. Eitthvað versluðum við pínu meira, nú svo var sagt að það væri einhver seinkun á fluginu sem reyndist svo vera alveg klst. seinkun. Jæja við komumst í loftið og lentum ca. 2 tímum seinna í Dublin, þá var farið með rútu á hótelið, við vorum á hóteli sem heitir Jurys Inn sem var bara meiriháttar flottur staður og er ég ákveðin í því ef ég fer aftur til Dublin að vera á því hóteli aftur, svo var líka mjög stutt í stóru Penneys verslunina frá hótelinu en við versluðum mest í henni. Nú við bókuðum okkur inn, skutluðum töskunum inn á herbergi, létum panta fyrir okkur bíl og fórum í Liffey Valley verslunarmiðstöðina, fengum alveg frábæran bílstjóra sem gerðist hálfpartinn einkabílstjóri okkar á meðan við vorum þarna úti, sótti okkur aftur í Liffey, og einnig sótti hann okkur á hótelið og keyrði okkur á flugvöllinn, alltaf kominn vel tímanlega og bara frábær náungi á allann hátt, spjallaði heilmikið og sagði okkur margt. Nú daginn eftir ákváðum við að skreppa niður að St. Stephen Green verslunarmiðstöðinni, þar fór ég í verslun sem heitir Paco og verslaði þar úplur, boli og fékk meira að segja flott stígvél á Tinnu, síðan seinni partinn fórum við í Penneys og ég missti mig algjörlega í nærfötum á stelpurnar, meina 4-5 evrur í nærfatasett, ekkert verð, nema við versluðum voða mikið þar, mikið stuð og fjör að versla, næsta dag vorum við líka í Penneys, kíktum aðeins í Evans og Dorothy Perkins og eitthvað smá annað en annars var það bara Penneys alla daga enda allt á mjög góðu verðir þar. Svo tókum við sem sagt Taxa út á flugvöll á sunnudeginum, þá svo gengnar upp að herðablöðum að maður gat varla staðið undir sjálfum sér, síðan lenti maður í heilmiklum leiðindum við að fá Tax Free nóturnar endurgreidda, get svo svarið það, maður gæti haldið það að manneskjan sem afgreiddi þar fengi borgað fyrir að vera fúl og að hún þyrfti að borga úr eigin vasa en samt eftir hátt í 2 tíma þref við hana fengum við þetta til baka, síðan tók við bið eftir flugi, reyndar fengum við sæti saman núna, við neyðarútgang svo það var meira fótarými, það varð nú samt um klst. seinkun á brottför frá Írlandi en heim komumst við, versluðum eitthvað slatta í fríhöfninni af nammi og enduðum svo á að lenda í tollinum og þurftum að borga toll. En þrátt fyrir allt vesenið var þetta skemmtileg ferð og frábært hótel, frábær bílstjóri og gaman að versla.
Annað er það helsta að frétta héðan að ég þurfti að fara með hana Perlu mína sem er elsta kisan okkar til dýralæknis í morgun, hún var komin með svo þaninn kvið og einhver útferð var frá henni, óttaðist ég mest að hún væri komin með krabbamein þar sem hún hefur verið á pillunni frá því hún var um 6 mán., en svo hringdi dýralæknirinn í mig og sagði mér að hún væri með legbólgu og yrði að fara í aðgerð, sem betur fer var hún ekki með krabba, þannig að hún ætti að ná sér alveg. Hún er enn hjá dýra, býst samt við að geta sótt hana eftir skóla í dag eða rúml. 2. Gott í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.