31.10.2007 | 22:42
Meira um Púka
Jæja ég má til með að koma með smá meira um hann Púka. Þannig er eins og alþjóð veit þá kom hann heim gipslaus í gær en með skerm og bundið um fótinn vegna þess að hann var kominn með ljótt sár undan gipsinu, nema hvað að ég hélt að skermurinn ætti að varna því að hann næði í umbúðirnar á sárinu en hvað haldið þið, hann Púki náði samt í umbúðirnar og var búinn að ná þeim af sárinu þannig að í kvöld mátti ég gjöra svo að klippa umbúðirnar af fætinum og er það með sanni að sárið eða réttara sagt sárin eru ansi ljót, fyrir utan það að fóturinn er orðinn svo rýr að hann er eiginlega bara bein, allir vöðvar horfnir þannig að sárið er inn að beini alveg og frekar ljót að sjá, svo ég bar á þetta AD krem og vafði fótinn aftur, vonandi lætur hann svo umbúðirnar í friði núna. Annað er það að ég ætlaði að reyna að gefa honum sýklalyfið í morgun og var það ekki alveg að ganga en held að það hafi tekist fyrir rest.
Aðrar fréttir héðan eru þær að ég held að ég sé búin með ritgerðina sem ég þarf að skila af mér í næstu viku, var að leggja lokahönd á hana í dag að ég held, ætla svo að biðja Önnu Lísu mína að lesa hana yfir fyrir mig og koma með komment á hana, síðan ætla ég að reyna skila henni af mér bara á mánudaginn. Nú styttist í að skóla líkur ekki nema mánuður eftir og svo prófin, mikið hlakkar mig til því þetta eru síðustu tvö bóklegu fögin mín, eftir þau er bara verknámið eftir, ligg bara á bæn að ég nái þessum síðustu prófu. Einnig skilst mér á Kidda, Önnu Lísu og FJólu að þeim gangi öllum vel í skólunum sínum, vona bara að þau nái öll sínum prófum líka. Einhver smá uppreins var í Tinnu minni á tímabili í sambandi við islenskukennarann hennar en það er allt komið í lag og hefur hún verið að bæta námið núna. Gott í bili
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.