Loksins, loksins

Já loksins er Púki laus úr gipsinu, fór með hann um 8 leytið í morgun til dýralæknisins, skildi hann eftir þar, sú ferð gekk nú ekki alveg áfallalaus, því eins og venjulega þurfti ég að skutla Kidda mínum í Grafarvoginn í skólann fyrst í morgun, það var nú allt í lagi, Kiddi hélt á töskunni með Púka í nú svo lá leiðin sem sagt úr Grafarvoginum í Garðabæinn, en í öryggisskyni setti ég töskuna á gólfið fyrir framan farþegasætið því Púki var svo órólegur og ég var hrædd um að hann myndi henda sér og töskunni í gólfið.  Nú allt í lagi með það nema hvað að þegar ég er að nálgast Árbæjarsafnið kemur ekki Púki upp úr töskunni, hafði hann þá einhvernveginn tekist að opna töskuna og komast úr henni, nú voru góð ráð dýr, umferðin frekar mikil, færðin léleg og ég með lausan kött í bílnum sem var ekki sáttur í þessari bílferð og mikið á ferðinni, fór hann um allann bíl, upp í fangið á mér, þvældist um allt aftur í bílnum og fleira í þeim dúr, var þetta frekar erfið ferð að reyna að fylgjast bæði með kettinum inni í bílnum og svo umferðinni sem var mjög mikil en allt tókst þetta nú fyrir rest og komumst við heilu og höldnu bæði ég, Púki og bíllinn í Gaðabæinn til dýra.  Þar skildi ég Púka sem sagt eftir og hringdi svo um 12 leytið til að kanna líðan hans og mátti ég þá sækja hann.  Þegar ég mætti á staðinn þá ræddi ég við dýralæknirinn sem hafði annast hann um morguninn, sagði hún mér að brotið væri loksins gróið en hann hefði fengið mjög ljótt sár undan gipsinu þannig að nú er hann kominn á sýklalyf aftur, með skerm og bundið er um fótinn á honum teygjubindi.  Hann þarf að vera á sýklalyfinu í 14 daga, skerminn má ég taka eftir viku og kíkja á sárið eftir 1 - 3 daga.  Einnig fékk ég heim með honum nýjar umbúðir og plástur ef sárið er enn mjög ljótt þegar ég tek umbúðirnar af þá þarf að vefja aftur, einnig voru fyrirmæli um það að hann má ekki fara út næstu vikuna. En allt er gott sem endar vel og það er fyrir mestu að brotið er góið hjá honum.  Nú svo er hann svo druggeraður af svefnlyfjunum enn þá að hann svona rúllar einhvernvegin um, rúllaði reyndar fram úr rúmi áðan en allt í lagi með hann að öðru leyti. IMG_0004                                                                            IMG_0006     Loksins get ég þvegið á mér tærnar sem eru búnarað vera innilokaðar í 8 vikur.

 

 

 

 

 

 

 

 

Æ hvað ég er þreyttur 

                                                                   
 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband