26.10.2007 | 20:54
Komin í helgarfrí
Jæja loksins á ég smá frí úr vinnu, heila 2 daga, er búin að vera vinna alveg í rúma viku eða 9 daga samfleytt, var á aukavakt í morgun en sem sagt komin í 2 daga frí og er ég voðalega ánægð því að þetta er fyrsta helgin í langan tíma sem ég og dætur mínar erum saman í fríi, mér tókst nefnilega að rugla vinnuhelgunum mínum einhverntíman í sumar þannig að ég hef alltaf verið að vinna þær helgar sem þær eru í fríi og öfugt. Nema núna er ég að baka þar sem ég ætla að vera með smá fjölskyldukaffi á sunnudaginn í tilefni af þeirri s0rglegu staðreynd að ég er að verða árinu eldri, reyndar ekki fyrr en á þriðjudaginn 30 en ætla að nota þessa fríhelgi til að vera með smá kaffi fyrir foreldra mína og syskyni. Nú annars var hún Tinna mín svo rosalega dugleg að taka til í dag, þreif allt eldhúsið fyrir mig hátt og lágt, þvoði meira að segja gardínurnar, tók einnig til í holinu og ryksugaði stofuna, Fjóla dreif sig í að þrífa herbergið mitt eftir að hún kom heim úr skólanum.
Nú nýjustu fréttir af Púka eru þær að hann er enn í gipsinu, ekki nýjar fréttir, ég fékk hann heim aftur eftir sólarhrings dvöl hjá dýralækninum fyrir rúmri viku og hefur nýja gipsið tollað á honum, dýralæknirinn er búinn að rétta alveg úr fætinum á honum og hefur hann verið frekar aumur síðustu daga, á erfitt með gang, dregur fótinn einhvernvegin á eftir sér og baslast þetta um, það má varla koma við hann þá vælir hann og er svolítið að halda vöku fyrir Fjólu á nóttunni, grey skinnið líður ekki vel, en hann á sem sagt að fara næst til dýra á þriðjudaginn 30 sem sagt á afmælisdaginn minn og vonandi losnar hann við gipsið þá endanlega. Annars veit ég ekki hvað hægt er að gera, það eru að verða 8 vikur síðan hann brotnaði og er hann búinn að vera í gipsi meira og minna síðan.
Svona er búið að rétta mikið úr fætinum mínum og þetta er vont
Mikið er ég þreyttur á þessari inniveru, en ég verð víst að sætta mig við hana enn um óákveðinn tíma.
Athugasemdir
Innilegar hamingjuóskir með afmælið. Njóttu dagsins, kv. Kristjana
KL (IP-tala skráð) 30.10.2007 kl. 10:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.