Framhaldssagan Púki

Jæja ég má til með að koma með smá fréttir af Púka.  Þannig var að ég fór með hann til dýralæknis á miðvikudeginum sl. teknar voruöntgenmyndir, kom þá í ljós að það er kominn gróandi en ekki nógu mikill gróandi, dýralæknirinn ræddi við mig og sagði að hún vildi hafa hann eina viku í viðbót í gipsinu, en svo yrði hún að taka það því hann mætti ekki vera lengur í því, enda í dag komnar 6 vikur síðan hann brotnaði og 5 vikur í þessugipsi.  Nú hann var sem sagt bókaður í gipsatöku í dag, var hann mjög órólegur í bílnum á leiðinni enda þurfti ég fyrst að þvælast með hann alla leið upp í Grafarvog þar sem þurfti að skutla syni mínum í skólann og síðan í Garðabæinn, jæja þetta tókst allt án þess að hann slasaði sig í töskubúrinu.  Nú ég skildi við hann í höndum dýralæknanna sem sagt um 8 leytið í morgun og hringi svo um hádegisbilið til að vita hvernig staðan er á honum, fæ samband við dýralækninn sem hefur verið með hann (hann er sko kominn með eigin læknir Grin hann er búinn að koma svo oft þarna) og hún segir að því miður hafi verið ákveðið í samráði við annan lækni að hafa hann í gipsinu í 2 vikur til viðbótar, segir að hún skuli sýna mér myndirnar þegar ég kem.  Nú ég fer suður í Garðabæ og fæ kisann minn og geri upp og svo bíð ég í ca. 1/2 tíma til að ná sambandi við dýralækninn, svo kemur hún fram og sýnir mér myndirnar og ég er nú bara fegin að hann sé áfram í gipsinu því það er alls ekki kominn nægur callus í þetta, hún benti mér á hvar þær vilja fá betri gróanda en þar var bara bil á milli beinenda.  Nú svo segir hún mér að þær hafi tekið gipsið af, fóturinn er reyndar orðinn skelfilega rýr, en fóturinn var vel þveginn og sárið sem hann hafði fengið á fyrstu vikunni var gróið, vantaði bara hár á staðinn, en svo hafði hann reyndar fengið smá sár undan síðasta gipsi en það var svo lítið að það var í lagi, nú einnig voru neglur klipptar á fætinum og fleira í þeim dúr, svo þegar ég er að fara fara með Púka þá er dýralæknirinn eitthvað að knúsa hann og segir allt í einu, heyrðu er hann að missa gipsið, og viti menn, gipsið var að detta af honum, svo það endaði með því að enginn Púki fór heim, bara ég og má ég ath. með hann einhverntímann á morgun og vonandi get ég þá sótt hann og að gipsið tolli á honum, vonandi byrjar ekki sama vesenið og var fyrstu vikuna, endalausar ferðir til að setja nýtt gips sem tollir ekki.  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband