10.10.2007 | 10:13
Nýjustu fréttir
Jæja þá er tímabært að koma með smá fréttir héðan, nýjustu fréttirnar af mér eru þær að ég er búin í miðannarprófunum og gekk bara þokkalega, fékk 9,8 úr hjúkrun 403 og 9,3 úr hjúkrun 503 þannig að ég er bara þokkalega sátt við það, nú annað er það að ég þarf virkilega að fara að snúa mér að ritgerð sem ég þarf að gera í hjúkrun 503, ætla ég að taka fyrir fyrirburana og hef svolítið verið að trassa það en nú þarf ég að hella mér út í þetta, enda þarf ég að skila þessari ritgerð 6 nóv. minnir mig. Nú nýjar fréttir afhonum Púka, ég fór með hann til dýra í morgun og vonaði innilega að gipsið yrði tekið en sú varð raunin ekki, Hanna dýralæknir ákvað að sýna mér brotið á röntgenmynd og er það ansi slæmt, eins og hún sagði ef hann hefði bara brotnað aðeins ofar þá hefðu þær geta pinnað það saman en þar sem hann er brotinn er alveg vonlaust að setja pinna í því það er engin festing á móti, svo hann má vera í gipsinu í eina viku enn en svo verður það tekið, þá búinn að vera í því í 5 vikur en það er hámarkstími fyrir hann í gipsinu, þá verður það tekið og vonandi verður í lagi, í dag er kominn meiri gróandi en fyrir 2 vikum en enn mjög viðkvæmt, svo Hanna vildi ekki taka sénsinn á að taka það því þá gæti hann bara brotnað aftur við að stökkva niður úr rúmi og þá áhættu viljum við ekki taka, Púki er orðinn svolítið pirraður á inniverunni en annars rólegur, sefur mikið í rúminu hennar Fjólu en samt farinn að hreyfa sig meira en hann hefur gert, reynir að nota hvert tækifæri til að skjótast út úr herberginu og þess háttar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.