Ég er dáin

Já ég er eiginlega hálf dáin, samt ekki úr ást heldur af vinnu, málið er að ég þurfti vitanlega að spenna bogan aðeins of hátt, samt ekki viljandi en þar sem ég er að fara til Dublin í nóvember ákvað ég að reyna að ná mér í nokkrar aukavaktir á þessu launatímabili svo ég hefði smá pening til að eyða úti (samt fær maður alltaf frekar lítið, skatturinn hirðir allt af manni Angry) nema hvað að ég átti vakt í gærkvöldi en ég vitleysingurinn ákvað að taka aukavakt í gærmorgun og í morgun, nú í gærmorgun skrifaði ég mig á aukavakt í baði vildi ekki vinna 16 tíma á ganginum enda önnur sem var búin að skrifa sig á baðið líka, nema mín heppni, sú sem var búin að skrifa sig á vaktina með mér í baðinu í gærmorgun ákvað að hætta við á síðustu stundu eða deginum áður að taka vaktina svo ég var ein í baðinu, fékk reyndar smá hjálp frá einni sem var á ganginum, sem betur fer, hún tók eina fyrir mig í sturtu, nú svo var vitanlega undirmannað um kvöldið á vaktinni eða það leyt út fyrir að það yrði en tókst að redda því á síðustu stundu, vaktin var alveg ferleg, manneskja alltaf að detta þarna  í, nú það þurfti að senda einn vistmann á spítala í gær um hádegi, en viti menn sjúkrahúsið hringir svo um fjögur leytið og segir að þeir ætli að senda  hana til baka um 8 leytið, allt fullt, ekki hægt að hafa hana, maður gæti haldið að spítalar væru ekki gerðir til að hafa veikt fólk, nú nú við áttum sem sagt von á þessum einstaklingi um 8 leytið, hjúkkan gerði allt klárt og reyndi að flýta sér að gera öll sín verk áður en þessi einstaklingur kæmi, nei nei svo kom hún bara ekkert, ekki var einu sinni hringt og við látin vita, biðum meira og minna allt kvöldið í hálf gerðum kvíða að fá þennan einstakling til baka, þar sem hann er frekar erfiður viðureignar.  Jæja að öðru leyti var ekkert í lagi á þessari vakt og settist maður varla niður alla vaktina. 

Nú svo í morgun mætti ég, og hvað halið þið, undirmönnuð vakt, vantaði tvær en okkur tókst að redda hálfri vakt, reyndar kvöldinu áður, jæja ekki var þessi vakt neitt skárri, allir að veikjast og bara allt í volli, nú svo kom einstaklingurinn sem fór á sjúkrahúsið deginum áður til baka um 2 leytið í dag og varla búin að vera í klst. þegar hún datt í gólfið, þvílík vakt, held bara svei mér þá að allt sé að verða vitlaust, nema hvað nóg var að gera og þegar ég loksins var búin í dag þá stóð ég varla undir sjálfri mér svo þreytt var ég orðin, hafði það af að komast heim og svo í sund, fór reyndar bara í heita pottinn og sat þar og spjallaði við mömmu ábyggilega í tæpan klst., mikið var það gott að láta hitann losa um þreytina í fótunum.  Er reyndar bara rétt að geta stigið í fæturna núna án þess að verkja mikið, bara smá enn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband