3.10.2007 | 14:19
Miðannarprófin
Jæja þá er víst farið að nálgast miðja önnina í skólanum og því tilheyrir víst miðannarpróf, fór ég í próf í hjúkrun 403 í gær og kennarinn var svo snögg að fara yfir það að við fengum baraprófin í dag aftur, fékk ég 9,8 úr prófinu og er bara mjög sátt við það, nú svo er próf í hjúkrun 503 á morgun, þykist ég eitthvað vera að lesa fyrir það, samt er ég ekki alveg að fatta þennan áfanga a.m.k. ekki allt talið um fjölskylduhjúkrun þar sem mér finnst þetta ekkert tengjastgjúkrun frekar svona félagsfræðinni. Nú en sem sagt það er próf í þessu á morgun, svo er ég að fara að vinna í kvöld. Í dag skruppum við í Össur í Ármúlanum, þar tók á móti okkur mjög hress maður sem tók það að sér að tala um gervifætur við okkur, hvernig þróunin hefur verið og hvernig allt ferlið er í kringum það þegar fólk þarf á gervifæti að halda og fleira í þeim dúr, mjög skemmtilegt. Annað er svo sem ekki að frétta, Púki minn enn í gipsinu og fer ég sennilega ekki með hann fyrr en í næstu viku aftur í tékk.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.