Enn um Púka og fleiri fréttir

Jæja þá eru komnar enn fleiri nýjar fréttir af honum Púka en málið er að ég fór með hann til dýralæknis sl. þriðjudag eða þann 25 september, en þá voru komnar 2 vikur og 1 dagur síðan hann var settur í síðasta gips og það toldi enn, skildi hann eftir en dýralæknirinn hringdi bara í mig ca. 1/2 tíma seinna, reyndar var ég komin í skólann þá, en hvað um það, þá var búið að röntgenmynda hann og sagði dýralæknirinn mér að það væri kominn ágætis gróandi í brotið en samt enn mjög viðkvæmt, brotið er á vondum stað svo ekki hefði neitt þýtt að negla hann eða neitt svoleiðis, nema hvað hún vildi ekki eiga neitt við gipsið vegna þess hversu brotið var viðkvæmt og sagði að hann ætti að vera í gipsinu 1 viku eða 10 daga til viðbótar, þá á ég að koma með hann aftur í myndatöku og sjá hvernig staðan er, en ég er að reyna að dæla í hann mjólk og vítamín þessa dagana til að reyna flýta eða auka gróandann í beininu, þarf reyndar að ath. það í dýrabúð hvort ég fái ekki A og D vítamín því það hjálpar kalkbúskap líkamans.  Núna eru komnar 3 og 1/2 vika síðan hann brotnaði, hann er allur að koma til er reyndar á röltin hérna á gólfinu eins og er, virðist ekki mikið finna fyrir því að hann sér brotinn svo þetta hlýtur allt að vera koma hjá honum, reyndar hefur hann grennst svolítið þar sem hann liggur mikið fyrir og sefur og matarlystin er ekki mikil en hún er að koma líka.  

Nú aðrar fréttir eru þær að nú eru miðannarprófin framundan hjá mér svo að ég ligg þessa daga eða þannig og les undir próf, þykist vera voðalega dugleg, allavegana er ég að fara í próf í hjúkrun 403 á þriðjudaginn og 503 á fimmtudaginn.  Er búin að vera vinna alla síðustu viku og í dag og verð að vinna einnig á morgun en er svo í fríi mánud. og þriðjudag sem er gott til að geta lesið.  Jæja læt gott heita núna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Gangi þér vel með hann Púka þinn. Veit sjálf hvað það er að vera með slasaðan kött, ekki gaman fyrir þessi grey.

Reyndar, það sem vakti athygli mína á blogginu þínu var nafnið Púki. Ég á nefnilega líka kött sem heitir Púki.

Ágústa Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 29.9.2007 kl. 23:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband