20.9.2007 | 08:54
Nýjar fréttir af Púka
Jæja þá er tímabært að koma með smá fréttir af honum Púka, en nú er komin ca. 1 og 1/2 vika síðan hann var gipsaður síðast og tollir gipsið á enn, hann er búinn að vera voðalega góður og stilltur þannig að hver dagur til viðbótar sem hann er í gipsinu er bara til góðs, ef allt fer eins og ég vona þá fer hann ég með hann til dýralæknis næsta þriðjudag í skoðun, þarf þá sennilega að skilja hann eftir því hann verður örugglega svæfður eina ferðina enn og gipsið tekið af, nema hægt sé að röntgenmynda hann með gipsinu veit ekki hvernig það er en a.m.k. þá á að skoða brotið og sjá hvernig það grær. Hann hefur að mestu leyti bara legið fyrir í rúminu hennar Fjólu inni í herbergi aðeins farið í kassann en hann hefur horast mikið niður, borðar lítið og drukkið lítið líka, samt höfum við reynt að halda að honum mat og drykk. En hann kemst í bæði alveg held bara að hann sé lýstalítill af hreyfingarleysi. Stundum hef ég sett hann inn í stofu til Kiöru en þeim semur mjög vel, finnst gott að vera hjá hvort öðru og fá félagsskapinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.