10.9.2007 | 14:35
Fleiri fréttir af Púka
Jæja þetta fer nú að verða eins konar framhaldssaga af honum Púka, eins og ég sagði í síðustu færslu þá fótbrotnaði Púki og þurfti að fara tvisvar til Dýralæknis á rúmum sólarhring, svæfður þrisvar og alltaf sett nýtt og betra gips sem átti að tolla og á endanum var steypt utan um fótinn á honum gamalsdagsgips sem átti nú að tolla, það var á miðvikudeginum, nema hvað á laugardagskvöld þá er hann eitthvað að koma sér fyrir í neðstu hillu í veggsamstæðu hjá Fjólu og þá dettur gipsið af honum í heilu lagi, ekki nóg með það heldur var hann kominn með heljarinnar ljótt núningssár á fótinn undan gipsinu. Nú ég hafði samband við Dýra strax og hún bað mig að koma með hann á mánudagsmorguns (sem sagt í morgun) aftur svo hægt væri að skoða greyið þ.e.a.s ef hann gæti verið til friðs fram á mánudag, nú Púki var bara afskaplega stilltur í herbergi Fjólu, lá bara fyrir í rúminu hennar, fór aðeins í kassann fyrri nóttina en að öðru leyti svaf hann bara að mestu leyti, enda á verkjalyfjum sem kannski hafa eitthvað sljógvað hann. Nú ég fór svo með hann aftur í morgun, dýralæknum ekki til mikillar ánægju að fá hann enn eina ferðina, skildi hann eftir og sótti hann aftur um tvö leytið og er hann sem sagt kominn heim aftur, núna með sýklalyf og kominn í enn eitt gipsið og mér sagt að reyna láta hann halda kyrru fyrir, svo að hann er bara í hundabúrinu hans Lappa, greinilega ekkert sérlega ánægður þar, því ég heyri mikið brölt og klór í honum, en hann er búinn að fá að borða og svoleiðis. EN svo ef þetta tollir á honum þá á ég að koma með hann aftur eftir 1 - 2 vikur til að ath. brotið, það hafði víst eitthvað gengið til og sem sagt hann er kominn á sýklalyf sem hann á að fá tvisvar á dag.
Hér eru svo tvær myndir af honum í nýja gipsinu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.