Púki kominn í gips

Jæja þá er kominn tími til að segja smá fréttir af mér og mínum, helstu fréttir af mér eru þær að skólinn er byrjaður og gengur bara vel, er bara í tveim fögum sem betur fer eru þau samfelld þannig að ég er bara í tvo samfelldum tímum á dag, 4 daga vikunnar, nú Kiddi minn er vitaskuld byrjaður í skólanum líka og heyrist mér á honum að það gangi bara allt vel þar, einnig Anna Lísa, hún hélt vitaskuld áfram og ætlar að klára stúdentinn vonandi næsta vor og þar gengur allt vel, og svo hún FJóla, hún er rosalega dugleg hjólar á hverjum degi í skólann en hún er í MK og gengur rosalega vel, eitthvað er af götum í stundaskránni hennar en þau notar hún til að læra og svo ætlar hún að fara að stunda sund en það verða íþróttirnar hennar í vetur, reyndar er hún eini nemandinn í öllum MK skólanum sem vill frekar fara í sund en í Sporthúsið en það er bara flott, stutt að hjóla í laugina úr skólanum og hún er í góðum götum bæði á fimmtudag og föstudögum sem hún getur notað í þetta.  En aðalfréttin er kannski af honum Púka, honum tókst að fótbrjóta sig, hvernig hann fór að því er ekki vitað en hann fór út eitt kvöldið og skilaði sér ekkert heim þá nóttina sem var ekki alveg samkvæmt venju, ekki kom hann neitt heim daginn eftir heldur og þá var ég farin að hafa áhyggjur af honum því hann kemur alltaf mörgum sinnum á dag til að borða, nú næstu nótt hrökk ég upp við eymdarvæl við gluggann hjá mér og þá var hann kominn og vældi á mig, ég reyndi að fá hann til að koma inn en ekkert gekk svo ég fór út og sótti hann, þegar ég setti hann niður þá datt hann bara út á hlið og sá ég þá að eitthvað var að, ákvað að hafa hann bara í rúminu mínu um nóttina og fylgjast með honum og fór svo með hann um morgunin til dýra, þar var hann allann daginn og þegar ég sótti hann seinnipartinn var mér sagt að hann hefði hælbrotnað, og var hann kominn í flottar spelkur, fór ég með hann heim og fékk einhverj verkjalyf með honum, þegar heim kom setti ég hann á gólfið og fór að sækja mat handa honum en þá tókst honum að ná af sér spelkunni einhvernveginn þannig að ég þurfti að brenna með hann aftur til dýra og þegar ég var búin að bíða í ca. 2 tíma var ákveðið að láta hann gista um nóttina, fór ég svo aftur á hádegi í dag til að sækja hann en enn var hann ekki tilbúinn, höfðu þær sett á hann gipsspelku kvöldið áður en þegar þær mættu í morgun var hann búinn að ná henni af sér líka, þannig að enn þurfti að svæfa hann og nú var hann settur í gamaldagsgips, sótti ég hann síðan um 6 leytið og er hann núna í hundabúrinu í herberginu hennar Fjólu, hálf drugeraður og slappur, reyndar búinn að borða svolítið og drekka, reynir mikið að brölta um                  

IMG_0270

IMG_0272Hér eru tvær myndir af Púka í gipsinu, vonandi að það tolli nú bara á honum. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband