Smá fréttir eftir frí

Jæja þá er víst kominn tími til að koma hérna með smá fréttir af okkur eftir sumarfríið, búin að vera í 3 vikna sumarfrí, byrja að vinna aftur á morgun, fyrstu vikuna var ég nú bara heima að dúlla mér að taka til, slaka á og slá garðinn og fleira í þeim dúr en þann 6 júlí fórum við mæðgur norður á Selnesið og erum sem sagt búnar að eiga þar frábæra 16 daga, reyndar vorum við minnst einar þar, við komum norður á föstudegi en pabbi og mamma komu svo á þriðjudegi, á miðvikudegi bar byrjað að slá upp stillas fyrst fyrir vestan hús og síðan austan megin þar sem það átti að drífa í því að taka þakið í gegn, nú þau fóru svo aftur á mánudagsmorni en á sunnudeginum kom Anna Lísa mín og við skelltum okkur inn á Akureyri á mánudeginum eftir að pabbi og mamma fóru, skruppum í Hagkauo, sund, út að borða, og í Bónus, vitaskuld allar 4 mæðgurnar.  Nú svo fór Anna Lísa um kvöldið heim aftur enda þurfti hún að fara í vinnu næsta morgunn.  Síðan fengum við smá frið til að dúlla okkur einar alveg fram á miðvikudag og þó ekki því Danni bróðir minn og sonur hans komu á þriðjudeginum í girðinarvinnu, sást reyndar lítið til þeirra þar sem landið er stórt og margar girðinar sem þurfti að huga að, svo undir kvöld þegar búið var að laga allar girðingar þá fékk hann stelpurnar mínar og soninn til að reka hrossinn neðan af nesi upp í rétt og síðan var þeim slepp upp á hamrabergið.  Nú svo á miðvikudeginum eða réttarasagt á fimmtudagsnóttina komu Steinar og Þórdís og dætur en þá voru Danni og Jón Helgi ásamt Beggu og Davíð búin að vera allan daginn uppi á þaki (allt svo Danni og Jón Helgi voru á þakinu) að rífa plöturnar af og byrjaðir að setja nýjar plötur á og þegar Steinar mætti svo á svæðið var hann drifinn upp á þak líka og var unnir til að verða 2 um nóttina við að laga þakið vestan megin á húsinu og var a.m.k. allt járn komið á þeim megin, nú á fimmtufeginum komu svo pabbi, mamma, Heiða, Gummi og börn og var haldið áfram með þakið næstu daga og var enn verið að vinna við það þegar ég fór heim á sunnudeginum 22, en þá var nú reyndar langt komið, járn komið á báðum megin, mænirinn kominn á, reyndar átti eftir að klára festa hann og fleira eftir að gera en þetta klárast smátt og smátt.  En þrátt fyrir þetta erum við búnar að eiga yndislega daga þarna, veðrið búið að vera virkilega fínt, reyndar fór hitinn í 36°C einn daginn svo nóg var um það. Svo var ég að setja nýjar myndir inn núna, reyndar bara af hestunum en kem með fleiri nýjar myndir fljótlega vonandi. Læt gott heita í bili.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband