20.6.2007 | 22:35
Þrif o.fl.
Jæja þá er ágætt að fá smá fréttir af mér. Það eru annars litlar fréttir frá mér núna aðrar en þær að ég fór til húðsjúkdómalæknis um daginn til að láta meta nokkra fæðingarbletti og það fór nú þannig að hún vildi endilega taka 2 bketti hjá mér, annan af bakinu og hinn af maganum, ákveðið var að ég mætti viku seinna eða mánudaginn 18 júní kl. 12 á hádegi til að láta fjarlægja þetta, það gekk bara ótrúlega vel og var mikið hlegið, þessi læknir sem ég fór til er nefnilega mjög hress og skemmtileg, hafði ég nefnt það við hana áður en hún byrjaði að taka af bakinu á mér að ég væri skelfilega kitlin og yrði að taka tillit til þess þannig að þegar hún ætlaði að fara spritta blettinn fyrir töku þá skellti hún bara á mig ískaldri grisju með spritti í svo að ég hefði ekki tíma til að láta mig kitla, var mikið hlegði að þessum aðförum
. Nú síðan bara bara deift og gekk það bara vel sá sársauki þó í miðri deifingu bæði við bak og magablettinn en svo boraði hún blettinn burt og fann ég nákvæmlega ekkert fyrir því, var bara spjallað á léttu nótunu á meðan á þessu stóð, gekk þetta bara allt hratt og vel fyrir sig. Seinna um kvöldið þegar öll deifing var farin úr þá fór mig að klæja og finna aðeins til eins og togað væri í saumana en það eru tvö spor á hvorum stað en saumarnir verða teknir eftir 10 daga. Hún sendi svo báða blettina í rannsókn og fæ ég að vita niðurstöðurnar úr þeim eftir viku 10 daga. Annars er ég búin að standa á haus sl. tvo daga við að þrífa hjá mér þar sem hún móðir mín ætlar að koma í heimsókn með danskan frænda sinn sem hefur aldrei komið til landsins áður en reyndar hitti móðir mín þennan frænda sinn í fyrsta skipti sl. ár eftir 50 ára aðskilnað. Mamma kom nefnilega hingað til landsins tvítug að aldri og ætlaði bara að vera hérna í eitt ár en á leiðinni til landsins kynntist hún föður mínum og fór ekkert heim aftur nema til að heimsækja móður sína sem var reyndar allt of sjaldan eftir því sem börnunum fjölgaði, nema hvað að mamma er einbirni en mamma hennar var ein af 12 systkynum mynnir mig og átti mamma þennan uppáhaldsfrænda sem hún hafði alltaf samband við þegar hún var ung stúlka og Danmörku, svo þegar hún kom til Íslands þá missti hún allt samband við frændfólk sitt en fyrir tilviljun fyrir nokkrum árum síðan þegar hún var að fara í gegnum gögn sem mamma hennir átti (en móðir hennar lést árið 1982 og sambýlismaður hennar 1987) þá fann hún boðskort í fermingarveislu til þessa frænda síns sem hún hélt svo mikið upp á og á þessu boðskorti var gefið upp símanúmer svo móðir mín ákvað að hringja í þetta númer upp á von og óvon að hann væri enn með þetta símanúmer þar sem þetta boðskort var orðið nokkura ára gamalt (ca. 25-30 ára gamalt) en hún náði reyndar bara í talhólf eða símsvara sem hún talaði skilaboð inn á og viti menn þessi frændi hennar hringdi svo í hana aftur, hann var þá enn með sama númerið og hafa þau verið í sambandi síðan, mamma og pabbi fóru svo út sl. sumar og hittu á hann og konuna hans og sem sagt þau eru að koma til Íslands núna í heimsókn til pabba og mömmu og munum við systkynin því kynnast þessum löngum týnda frænda okkar og vonandi að börnin okkar fái tækifæri til að hitta á hann líka, reyndar er hún Tinna mín að fara til Svíðþjóðar á sunnudaginn svo ég sagði mömmu það að þau yrðu að koma þá í heimsókn í síðasta lagi á laugardaginn ef Tinna ætti að ná að hitta þau og skilst mér að svo verði að þau komi á laugardaginn þannig að það eru búin að vera hérna alsherjar þrif enda kannski ekki nema þörf á því þar sem það gefst aldrei tími né tækifæri til að taka svona vel til hjá mér en ég virkjaði allar dætur mínar til að aðstoða mig í þessu og hefur það bara allt gengið vel. Nú eitthvað er ég búin að kaupa af sumarblómum í garðinn og búin að fá fullt af plöntum frá vinnufélaga mínum sem ég gróðursetti í beðin mín.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.