9.6.2007 | 11:37
Fleiri útskriftir
Já það er sko ekki ein báran stök í þessum útskriftum, ekki nóg með að Anna Lísa mín var að útskrifast sem sjúkraliðið en svo var hún Fjóla mín að útskrifast úr grunnskóla og var það gert við hátíðlega athöfn miðvikudaginn 6 júní, fóru þar fram ýmis ræðuhöld en samt á léttari nótunum og í mikið styttri kantinum heldur en hjá FÁ, nema hvað að það voru veitt ýmis verðlaun fyrir ýmsan frábæran námsárangur t.d í ensku, dönsku, stærðfræði, náttúrufræði o.fl. og hlaut flest verðlaunin ein ákveðin stúlka sem ég hafði reyndar oft heyrt minnst á í gegnum árin, oftast talaði Fjóla mín um hana sem proffan í bekknum enda fékk hún 9 og 10 í öllum prófum sama hvort heldur voru samræmdu pófin eða skólaprófum, svo hún átti sannarlega skilið þessi verðlaun sem hún fékk, nú ekki sat hún samt alveg ein að verlaunum því einnig voru veitt verðlaun fyrir frábæran árangur í menntaskóla stærðfræði en þar voru tveir piltar sem höfðu lokið stærðfræði 103, 203, 303, 403 og að mig minnir 503 líka telst þetta nú ansi gott hjá þeim og voru þeir með 9 og 10 í einkunn í þessum prófum. Nú einnig voru veitt verðlaun fyrir listnám en það var fyrir bestan árangur í textílmennt öðru nafni handavinnu og var þar ein ung stúlka sem fékk þau og svo í myndmennt og þá var það hún Fjóla mín sem fékk þau verðlaun enda með 10 í myndmennt, enda frábærlega listræn þegar kemur að teikningu og því um líku. Nú eftir allar verðlauna og einkunarafhendingar var komið að því að borða og var á borð borið yndislegur matur en það voru brúnaðar kartödlur, svína- og lambakjöt, og meðlæti svo þetta var alveg yndisleg kvöldstund þarna með þessum krökkum sem voru að klára grunnskólann í ár, mikið held ég að kennarar Hjallaskóla eiga eftir að sakna þessara baran, enda eru þau alls staðar til fyrirmyndar eins og Friðþjófur og skólastjóri Hjallaskóla sögðu, Nú daginn eftir að þann 7 maí fór ég svo í foreldraviðtal hjá Tinnu og var allt bara fráfrært að frétta af henni ræddi ég við umsjónarkennara hennar sem hafði reyndar lítið verið með hana í vetur en einnig ræddi ég við sérkennslukennara hennar sem voru með hana í stærðfræði en reyndar mátti hún taka sig aðeins á þar í vinnusemi og eftirtekt var samt með fínar einkun í stærðfræði eða 6 sem er bara ágætis einkun að mínu mati en hún má svo sem alveg bæta sig. Nú einnig hafði ég rætt við sérkennslukennarann hennar í íslensku og hún var bara mjög ánægð með hana, talaði um að hún væri svo listræn í ljóðagerð og sögum og bara hún væri duglegasti nemandinn sem hún hefði haft svo það voru frábær ummæli. Nú annars fékk hún fínar einkunir 8,5 í ísl., 8,5 í ensk., 6 í dönsku, 6 í nát., 8 í upplýsingamenntun, 9,5 í myndmennt, 8 í handavinnu, 8 í íþróttum, en reyndar bara 5 í sögu, enda ekki skemmtilegasta fagið. Nú annað er svo sem ekki merkilegt að gerast hérna, læt heyra frá mér vonandi fljótlega aftur, ég er alltaf að vinna er reyndar í fríi í dag og á morgun en fer svo á 8 daga vakt. Gott í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.