Flutningar

Já ég er aldeilis búin að standa i stórræðum í dag en samt ekkert á við Önnu Lísu, því þegar hún ákveður eitthvað þá er bara farið af stað eins og jarðýta sé á ferðinni, málið var að ég bauð henni að koma heim þar til hún er búin að finna sér endanlegt húsnæði en hún leigir eins og er af vinkonu sinni en nú er sem sagt búið að selja íbúðina sem hún leigir og því þarf hún að flytja, en sem sagt bauð ég henni að koma heim til að spara henni peninga allt svo þá þarf hún ekki að borga leigu þar til að hún er búin að finna sér íbúð (en hún ætlar að kaupa) og getur flutt.  Hún var frekar treg til en svo hringdi hún í mig í gærmorgun og lét mig vita að hún ætlaði að taka tilboðinu og var þá búin að láta vinkonu sína vita þessari sem hún leigir af og að hún myndi flyta á næstu 2-3 dögum, allt í lagi með það nema hvað að ég átti eftir að taka til í bílskúrnum svo hægt væri að koma búslóðinni hennar fyrir og Tinna mín þurfti að flyta dótið sitt eða allt svo fötin sín yfir í mitt herbergi og taka til í herberginu sínu því Anna Lísa fær það þangað til hún flytur, nema Anna Lísa mætir til mín í morgun til að fá bílinn minn lánaðan því hann er með krók síðan dreif hún sig heim til að byrja taka til í bílskúrnum, nema hvað þegar ég kem heim þá er bara bílskúrinn lá við tómur, eina ferð fór ég jú í sorpu en það var nú svo lítið sem ég fór með, aðallega dót úr geymslunni, nú svo fórum við heim til hennar og byrjuðum að ryðja húsgögnunum hennar niður en hún býr á 2 hæð, og fylltum ganginn niðri af dóti, vorum með kerruna og æltuðum bara að flytja allt dótið hennar í kerrunni heim til mín, smá rigndi reyndar en svo jókst alltaf rigningin, nú við vorum að í 3 tíma og ég fékk reyndar pabba minn og mömmu til liðs við okkur líka en svo ákváðum við að hætta rúml. 9 því það var komin svo mikil rigning og pabbi hafði bent mér á að tala við mann sem hann þekkir og er á sendiferðarbíl, hann ætlar að reyna koma á morgun og taka restina, nema hvað að við erum næstum búnar að tæma íbúðina hennar, allt í stofunni, litla herberginu og eitthvað fleira er komið í skúrinn, hún heldur reyndar rúminu og kisurnar hennar eru enn heima, en býst sem sagt við að þetta klárist á morgun, sem sagt búið að vera mikið að gera í dag, gott í bili, þarf víst að mæta til vinnu á morgun.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband