2.6.2007 | 17:29
Jæja mætt til vinnu aftur
Já þá er ég mætt í vinnuna mína aftur og hefur bara ekkert breyst nema einn vistmaður lést á meðan ég var fjarverandi, en svona er víst gangur lífsins, þessi maður hefði orðið 90 ára á árinu. EN hvað um það ég fór í rafting í gærkvöldi og Anna Lísa mín með og var bara voða gaman, fyrst var vitanlega farið í rútu og mér er svo illa við rútur en núna var bara allt í lagi, oft verður mér flökur bara við að sjá rútuna en þar sem við Anna Lísa höfðum ekki hist neitt í einhverntíma þá höfðum við um svo margt og mikið að tala að ég gleymdi alveg að láta mér líða illa í rútunni he he, nú lagt var af stað um rétt eftir kl. 16 og komið á áfangastað um kl 18, þá var byrjað á því að koma með fullt af samlokum og gosi og gefa fólki smá snarl sem var alveg tilvalið þar sem margir komu beint úr vinnu. Nú eftir það fórum við fram til að hlusta á leiðbeiningar starfsmanna varðandi klæðnaðinn sem við áttum að vera í en hann samanstóð af blautbúningsbuxum sem náðu frá kálfa vitanlega og upp á axlir, eins konar smekkbuxur, nú svo var okkur ráðlagt að fara í peysu helst í flíspeysu og svo í anorakk sem var reyrður við úlnliði og háls og með gúmmíteygju við mitti, (eða þannig), síðan var svo utan yfir þessa múnderingu fengum við björgunarvesti og hjálma og að lokum skóm og helst að vera berfætt í þeim nema ef við værum með gamaldagsullarsokka. Inn undir buxunum áttum við bara að vera í nærfötum eða sundfötum. Nú eftir þennan fyrirlestur fórum við og fengum búningana og síðan í búningsklefana og það var sko heilmikil leikfimi að komast í buxurnar, flestar buxurnar voru blautar eftir fyrri ferðir um daginn, bara það gerði þær svolítið erfitt að komast í þær, nú í öðru lagi þá voru þær svo þröngar að eftir mikið puð, tog og teygjur og rikkingar og við vorum loksins komnar í þær þá vorum við orðnar voða grannar og næstum brjóstalausar og buxurnar svo sleiktar á manni að það komst ekki einu sinni skóhorn á milli, nú jæja þá var jakkinn eftir og það var nú önnur eins leikfimi að komast í hann, síðan fórum við fram og einhvernvegin tókst okkur að beygja okkur og komsat í skó, þá var vestið sett utan yfir og þá gat maður alveg sleppt því að anda svo reyrður var maður orðin og komin svo með hjálminn var maður loksins tilbúin, nú þá var haldið út í ákveðnar "rútur" sem voru svo gamlar að ég held að þær séu fyrir íslenska bílinn eða þannig, þessar rútur skröltu svo með okkur þangað sem ákveðið var að leggja í hann á bátunum, ekki var nú allt búið enn, við þurftum svo að bera bátana smá spotta niður að ánni, það var og gert eftir að búið var að útskýra fyrir okkur reglurnar um borð í bátana, loksins var nú hægt að sigla af stað, þetta var bara virkilega skemmtilega en róleg siglins, stoppað á einum stað þar sem fólkið gat leikið sér að því að hoppa fram af kletti út í ána, ekki lagði ég eða Anna Lísa í það er hreinlega nenntum því ekki, síðan var haldið áfram að sigla þar til komið var á lendingarstað, þar biðu "rúturnar" eftir okkur og skrölt var á þeim upp að húsi, hristingurinn var svo mikill í rútunni að það var meiri heldur en á allri siglingunni. Þegar komið var upp að húsi, þá máttum við afklæðast þessum búning, ganga frá honum og síðan beið okkar indælis grillveisla, seti var og borðað fram eftir kvöldi en eins og alltaf þegar farið er í svona vinnustaðaferðir þá þarf bakkus alltaf að vera með og vitanlega helltu margir í sig þarna og gekk erfiðlega að fá fólkið til að pilla sér heim aftur, en loksins var nú lagt af stað heim a leið og var komið í bæinn kl. að ganga 2 um nótt, var mikið gott að komast heim í bólið enda átti ég að mæta í vinnu daginn eftir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.