31.5.2007 | 19:42
Vinnustaðanámi lokið o.fl.
Já þá koma smá fréttir af mér og mínum en í dag lauk ég vinnustaðanáminu á K2 Landakoti, er þetta búið að vera skemmtilegur og góður tími, margt lært og mikið gert sem ég geri ekki í vinnunni minni, svo er bara að sjá hvort að ég fái að gera eitthvað þegar ég mæti til vinnu aftur reynslunni ríkari en ég fer að vinna á laugardaginn aftur, frí á morgun og kem ég til með að nota morgundaginn til að klára verkefnin og dagbókina og fleira sem þarf að gera svo að ég geti skilað af mér til kennarans, helst á morgun. Nú annað er það að hún Fjóla mín fékk einkunnirnar sínar í dag úr samræmdu prófunum og voru bæði ég og hún mjög ánægðar með þær en hún fékk 6,5 í dönsku og náttúrufræði, 7 í íslensku og stærðfræði og 8 í ensku, þannig að hún náði öllu með stæl, þar sem hún ætlar í MK næsta haust á náttúrufræðibraut var mikilvægt fyrir hana að ná lágmarkseinkunn 6 í ensku, stærðfræði, náttúrufræði og íslensku sem hún og gerði þannig að þetta er bara frábær árangur hjá henni að mínu mati. Nú lítið annað er svo sem að frétta, ég ætla reyndar að fara í rafting á morgun með starfsfólki Hrafnistu og bauð ég Önnu Lísu með mér, reyndar erum við bara 2 sem förum af minni deild eða ég og Kata hjúkka en svo fullt af öðru fólki því að það fer vitanlega fólk frá öllum deildum Hrafnistu. Jæja læt gott heita í bili, læt svo vita hvort að ég drukkna í raftinginu eða ekki he he.
Athugasemdir
Svona hefst þetta allt skref fyrir skref þangað til að stundin rennur upp og þú ert orðin fullskapaður sjúkraliði. Til lukku með góðan árangur. Skemmtu þér vel í rafting og láttu vera að koma "drukknuð" heim.
KL (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 20:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.