23.5.2007 | 18:01
Útskrift og fleira
Jæja þá er hún Anna Lísa mín útskrifuð sem sjúkraliði, stóð sig vel stelpan, fyrsta barnið mitt útskrifað en samt ekki alveg hún ætlar að halda áfram námi næsta haust og klárar þá líklega stúdentinn næsta vor, þannig að við mæðgur útskrifumst saman þá næsta vor voða stuð þá. Einnig sá ég fyrrverandi samstarfskonu mína útskrifast sem læknaritari í gær, til hamingju með það Kristjana mín, ef þú lest þetta. Annars fannst mér athöfnin í Háskólabíói allt of löng, flestir farnir að dorma undir ræðu aðstoðarskólastjórans, hann er reyndar að hætta svo hann ætlaði greinilega að nota tækifærið og fá að tala svolítið, hefði samt mátt stytta mál sitt um helming eða svo. Einnig fannst mér lítið varið á hljómsveitina sem spilaði þarna, kannski aðallega vegna þess að mér fannst þetta allt of mikil hávaðamengun, allt of mikið tjúnuð upp í hávaða og blessaður söngvarinn söng ekkert aðallega gargaði að mínu mati en svona er þetta. Nú eftir athöfnina þá var skvísan mín með smá veislu heima hjá sér sem tókst bara virkilega vel, hafði hún boðið eitthvað af vinum sínum, mér, afa sínum og ömmu og systkynum og reyndar pabba sínum en hann komst ekki vegna þess að hann þurfti að vinna, reyndar mætti hann samt í Háskólabíó og eftir athöfnina færði hann henni pakka sem reyndist svo vera sjúkraliðaúr en hún átti reyndar svoleiðis fyrir, en býst samt við að hún haldi þeim báðum þar sem annað er stál með áletrun á og hitt er gyllt með ljósi he he, bæði kostum búin. Svo fékk hún reyndar voða sætt háslmen frá afa sínum og ömmu. Nú svo fór ég reyndar á slysadeildina með hana Fjólu mína þar sem hún flaug á hausinn og bar hendina fyrir sig og eitthvað var hún að kvarta um mikinn verk, fórum við því uppeftir og biðum í 2 klst. fengum að hitta lækni í 2-3 mín. sem sagði að hún væri bara tognuð, aðeins togaði hann í hendina og sveigði og síðan fékk hún teygjusokk á hendina sem hún á að hafa í nokkra daga. Nú eftir þetta fór ég í saumaklúbb, þann síðasta á þessum vetri, ákváðum við svo að fara út að borða 5 júní á sjávarréttarkjallarann, en við endum alltaf veturinn á því að fara út að borða, helst alltaf á einhvern nýjan stað, svo þetta verður ábyggilega gaman. Núna í dag er ég búin með 10 vaktir í vinnustaðanáminu og á ég því bara 5 vaktir eftir, klára sem sagt á fimmtudaginn í næstu viku. Er þetta búið að vera heilmikill lærdómur að vera þarna, gert margt sem ég geri yfirleitt ekki í vinnunni minni, en kannski nýtist þetta mér í framtíðinni, ég vona það a.m.k. Jæja læt gott heita.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.