Vorið er komið

Já vorið er komin og þar með eru vorverkin í garðinum hafin, hef ég verið að vinna í garðinum mínum undanfarið og núna má segja að hann sé svona nokkurn veginn kominn í það horf sem ég vil hafa hann, a.m.k. í bili, ég er sem sagt komin með tjörn með gosbrunni í, svo í dag keypti ég mér rós og rósamold svo er bara sjá og bíða hvort að þessi rós lifir hjá mér, ég er búin að gera tvær aðrar tilraunir að planta rós hjá mér en þær hafa ekki lifað, svo nú vona ég að þetta takist, þessi rós sem ég keypti í dag á að vera sú harðgerðasta af þeim öllum er mér sagt, nú svo í dag setti ég út alla álfana mína og mylluna svo að þetta fer nú allt að koma held ég.  Ég var líka að prufa að setja inn myndbönd eða smá videoklips úr myndavélinni minni, annað er af Tinnu og vinum hennar í fallturninum í fjölskyldugarðinum, en við fórum þangað í dag þar sem það var frítt í garðinn og veðrið mjög gott, og hitt er af garðinum mínum.  Einnig setti ég inn nýjar myndir af garðinum mínum eins og hann lítur út í dag.    Hér er mynd af rósinni sem ég keypti og álfurinn sem er að vökva hana mun vonandi vernda hana og styrkja, he he. 

 og hér sést mynd af gosbrunninum í tjörninni, einnig eru nokkrir álfar þar í kring, svo í framtíðinni ætla ég að fá mér stytti líka í tjörnina sem annað hvort bunar vatni yfir í tjörnina eða rennur vatn yfir styttuna og í tjörnina aftur, er reyndar búin að sjá voða flotta styttu af konu sem heldur á blómakeri yfir höfði sér og rennur vatn úr blómakerinu yfir konuna og niður í tjörnina aftur, voða flott, ætli það verði ekki sú sem ég kaupi fyrir rest.  Gott í bili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband