19.5.2007 | 00:10
Eitt og annað!
Jæja þá er kominn tími til að koma með nýjar fréttir af mér og mínum. Þannig er að ég fékk einkunnirnar mínar í dag og gæti ekki verið ánægðari með árangurinn en ég fékk 10 í hjúkrun 203 og 9 í hjúkrun 303
svo að þetta er (þó ég segi sjálf frá) glæsilegur árangur að mínu mati, ég sem var að hafa áhyggjur af að ná ekki,
enda fannst mér mig ekkert ganga neitt sérlega vel í prófinu í hjúkrun 203, var samt að vonast til að skríða en svo fékk ég bara 10, glæsilegt
. Nú annað nýtt er að ég er búin að vera vinna í garðinum mínum, eða ég og Fjóla mín, svo hefur Tinna aðeins rétt mér hjálparhönd líka, og má segja að við séum búnar að hreinsa í bili, Fjóla byrjaði að hreinsa tjörnina í fyrradag og kláraði ég að hreinsa hana í dag, fyllti hana svo með hreinu vatni og kom dælunni fyrir sem ég keypti um daginn og "valla" komin með gosbrunn í garðinn minn, rosalega flott he he.
Svo nú get ég farið að tína út álfana mína einn af öðrum og koma þeim fyrir í garðinum, blómin öll komin á fínt skrið bæði túlipanarnir sem Fjóla gróðursetti sl. haust og líka blómin sem ég fékk hjá Sjan, vinkonu mömmu, allt hefur þetta lifað af veturinn og er komið á fullt í vexti og við það að fara blómstra.
Ég skrapp aðeins í Garðheima í dag og ætlaði að kaupa hvíta skrautsteina en þá voru þeir vitanlega ekki til,
ætla að kíkja eftir þeim í Blómavali á morgun, en reyndar skoðaði ég rósatré, ég ætla nefnilega að gera eina tilraun enn til að koma til rós hjá mér og reyna að fara rétt að þessu núna,
kaupa mér sérstaka rósamold, gera smá upphækkun í einu horninu á garðinum mínum og setja rósina þar niður, svo þarf ég að fara koma laukunum og sumarblómunum út í beðið líka, nóg að gera við að rækta upp garðinn, enda er hann að verða svo flottur hjá mér. Nú svo koma hér smá fréttir af Kíöru, kettlingnum okkar, hún dafnar rosalega vel, stækkar hratt og er orðin hinn mesti ofurhugi, klifrar upp eftir sófabökum og er farin að þora að hoppa niður úr sófaninum og jafnvel niður af sófaborðinu he he, rosalega kjörkuð litla skinni, en hún er samt algjör dúlla. Jæja læt gott heita í bili, ætla að fara skella mér í bólið
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.