Prófin búin

Jæja þá er komið að því að ég gat sest niður smá stund og skrifað eitthvað hérna á síðuna mína.  Núna eru prófin búin, tók reyndar bara tvö próf og fannst það bara alveg feiki nóg, þessa dagana er ég í vinnustaðanámi á Landakoti og líkar bara vel, maður fær að gera eitt og annað sem ég geri ekki í vinnunni, eins og t.d. mæla blóðsykur og gefa insúlín, þetta er eitthvað sem hjúkrunarfræðingarnir hafa alveg gert hjá okkur, svo þetta er spennandi, reyndar hef ég bara mælt blóðsykur tvisvar og gaf insúlín í fyrsta sinn í morgun.  Nú annað er svo sem ekki merkilegt að frétta héðan, er aðeins byrjuð að hreinsa garðinn minn, samt ekkert að flýta mér of mikið að því, enn svolítið kalt í veðri, en fer vonandi hlýnandi fljótlega.  Fór reyndar um daginn og lét framkall rúmlegar 300 myndir hjá mér af tveim diskum, þetta voru myndir frá Portúgal og Finnlandi, síðan ætla ég að reyna framkalla fleiri myndir í framtíðinni, þetta er svo miklu skemmtilegra að eiga þetta í albúmi og geta flett þessu svona.  Já svo erum við komin með kettling, hún er í dag sennilega rétt um 7 vikna þannig að hún hefur verið um 6 vikna þegar hún kom hingað, ósköp lítil, en afskaplega dugleg, ég segi að hún heldur að hún sé páfagaukur þvi hún vill helst alltaf vera uppi á öxlum á manni og horfa yfir svæðið í kringum sig.  Hér er mynd af Kiöru þegar hún var ca. 10 daga gömul KKrúttulíus 3-31-2007 10-30-02 AM 2816x2112Kiara (nýi kettlingurinn okkar)

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til lukku með heimasíðuna þína, hún er mjög fín. Ég á áreiðanlega eftir að heimsækja hana af og til. Samgleðst þér að vera búin í prófunum það er mikill léttir og vonandi lagast heilsufarið fljótt og vel. Bestu kveðjur, Kristjana

KL (IP-tala skráð) 16.5.2007 kl. 23:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband