22.4.2007 | 18:59
Heilsufarið og fleira
Jæja ætli það sé ekki kominn tími til að setjast niður og punkta nokkrar línur hérna fyrir þá sem hafa gaman af að forvitnast, sem ég veit reyndar ekkert um því það kvittar aldrei neinn í gestabókina mína, sem mér finnst afskaplega leiðinlegt. En hvað um það, það helsta sem er að frétta héðan frá mér er að ég er að verða gömul eða a.m.k. gæti ég haldið það, ég var nefnilega að greinast með háþrýsting sem virðist vera kominn til að vera og er komin á lyf sem ég þarf sennilega að taka alla ævi, en hvað um það verra hefði þetta svo sem geta verið, reyndar er ekki komin fram nein ástæða fyrir þessum háþrýstingi, ég er búin að fara í blóðprufu og skila inn þvagprufu, svo er bara að bíða og sjá hvað kemur út úr þessu. Þegar ég fór til læknisins (var eiginlega í skyndi, vegna minnar eigin uppgötvunar) þá hlustaði hann mig hátt og lág, meira að segja hálsslagæðarnar, bankaði mig hátt og lágt og tók hjartalínurit sem hann sagði að kæmi þokkalega út, held að hann hafi verið alveg sammála mér í því að þrýstingurinn var orðinn svolítið hár hjá mér þegar hann mældi mig um hádegisbilið á þriðjudaginn en þá var þrýstingurinn 202/118 og var búinn að vera á þessu bilinu frá því kvöldinu áður, a.m.k. fóru neðri mörkin ekkert niður fyrir 100. Eðlil. þrýstingur er svona 120/70 - 80 eða það hefur hann alltaf verið hjá mér. En sem sagt ég er komin á lyf og vinn í því að reyna lækka hann með því að hérumbil að hætta að drekka kaffi, forðast allt salt, borða meira grænmeti og ávexti, svo er bara að bíða og sjá. Nú annað er svo sem bara allt fínt héðan, ekki nema 1 vika eftir af skólanum og svo hefst prófalesturinn, fyrra prófið hjá mér er 3 maí og seinn 9 maí, svo byrja ég í vinnustaðanámi 10 maí til 31 maí, síðan eftir það verður voða gaman því þá er ég bara í vinnunni næstu 3 mán, ca. og því ætti álagið aðeins að minnka á mér eða ég vona það, svo nú ligg ég bara á bæn og vona að mér gangi a.m.k. nógu vel í prófunum að ég nái þeim. Læt gott heita, muna svo að kvitta í gestabókina þið þarna úti sem eruð að forvitnast á heimasíðunni minni, lágmarkskurteisi að mínu mati.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.