9.4.2007 | 16:46
Páskar og fleira
Jæja þá eru páskarnir að klárast, í dag er annar í páskum og ég búin að vera í páskafríi eða þannig a.m.k. frá skólanum en er búin að vinna allt fríið, í dag kláraði ég 9 vaktina í röð og á eina eftir eða síðasta vaktin í bili er á morgun enda er páskafríið í skólanum þá líka búið, byrja í skólanum aftur á miðvikudaginn, og svo fer að styttast í prófin í skólanum gaman, gaman eða þannig. Sem betur fer er ég bara í 2 prófum í ár og svo hefst vinnustaðanámið hjá mér að ég held 10 maí en ég hef tímann frá 10 maí til 1 júní til að klára vinnustaðanámið í öldrun, er ég búin að fá að vita hvert ég fer en ég á að fara á deild K2 á Landakot, búin að fara og skoða deildina og spjalla aðeins við deildastjórann og þær sem verða leiðbeinendur mínir og lýst mér bara vel á það. Nú í gær langaði mig virkilega til að gera eitthvað eftir vinnu svo að ég ákvað að skreppa í sunnudagsrúnt og fór Þingvallahringinn og vitaskuld komu Tinna og FJóla með mér og Lappi, úr þessu varð bara virkilega skemmtilegur bíltúr, fórum við sem leið lá til Þingvalla með stoppi við skilti sem á stóð Öxarárfoss og ákváðum við að labba þangað, varð það aðeins lengri ganga en við héldum en það var bara skemmtilegra, nú svo ætlaði ég reyndar að Geysi en vegurinn sem lá þangað var lokaður af einhverjum orsökum þannig að við ákváðum að fara bara þangað seinna, kannski næstu helgi en þá er ég í fríi, þá jafnvel fara að Gullfoss líka, þetta er virkilega gaman að skella sér í svona bíltúra og komast út úr bænum smá stund. Ég setti inn nokkrar nýjar myndir úr þessum bíltúr mínum í gær í albúmið Landið okkar. Læt gott heita í bili.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.